top of page

Hjálpartæki og velferðartækni

Updated: Oct 27, 2021

Ýmis tækni og tæki eru í boði í dag hér á Íslandi sem og erlendis sem hafa það markmið að einfalda daglegt líf og gera okkur kleift að vera sjálfbjarga sem lengst á eigin heimili og við að sinna þeim athöfnum á daginn sem eru okkur mikilvæg. Þar má nefna eigin umsjá t.d. að baðast, klæðast og borða, sinna störfum og verkefnum sem eru okkur mikilvæg heima fyrir, í vinnunni eða skólanum sem og frístundum og áhugamálum svo sem hreyfingu, samveru með vinum og fjölskyldu, útivist eða sköpun.

Ég útbjó stuttan lista um ýmis konar hjálpartæki og velferðartækni en hann er alls ekki tæmandi. Þessar tillögur að lausnum geta gagnast þeim sem eiga orðið í vanda með ýmsar hreyfingar og athafnir og ýta undir að við notum minni orku í nauðsynleg verkefni. Það frábæra við það er að þá á maður meiri orku til að sinna því sem skiptir mann máli í lífinu, veitir gleði og vellíðan. Mæli með að þið farið og skoðið úrvalið hjá helstu söluaðilum í ykkar nærumhverfi. Helstu söluaðilar á höfuðborgarsvæðinu eru Stoð í Hafnarfirði, Eirberg uppá höfða, Fastus í Síðumúla, Öryggismiðstöðin í Kópavogi og Hjúki ehf. Einnig er hægt að versla ýmis minni hjálpartæki í Byko, Húsasmiðjunni, Bauhaus, Rekstrarvörur, apótekum og á netinu. Ég set skammstöfunina SÍ fyrir Sjúkratryggingar Íslands í sviga við þau hjálpartæki sem hægt er að sækja um að láni frá Sjúkratryggingum Íslands ef umsækjandi uppfyllir viðmið fyrir úthlutun. *Myndirnar af hjálpartækjunum og velferðartækninni eru fengnar að láni af heimasíðu Fastus, Stoð, Eirbergs/Stuðlabergs, Rekstrarvörur, Lyfju og Hjúki ehf.

Hjálpartæki og velferðartækni tengd eigin umsjá.

Sokkaífærur og sokkaúrfæra (SÍ)









Sokkaífæra fyrir venjulega sokka










Sokkaífæra fyrir stuðningssokka












Úrfæra fyrir stuðningssokka



Sturtustólar og baðbretti (SÍ)









Sturtukollur (hægt að fá snúningsdisk ofan á þennan sturtukoll)













Sturtustóll með baki og örmum











Veggfestur sturtustóll













Baðbretti með handfangi



Snyrtiáhöld









Baðbursti með skafti












Etac baðbursti













Etac baðbursti með sveigðu skafti (hentar vel fyrir þá sem eru með slit eða skerta hreyfigetu í öxlum)













Hárþvottabursti fyrir sjampó (hentar vel fyrir þá sem eru með slit eða skerta hreyfigetu í öxlum)















Hárbursti með löngu skafti (hentar vel fyrir þá sem eru með slit eða skerta hreyfigetu í öxlum)














Hárgreiða með löngu skafti (hentar vel fyrir þá sem eru með slit eða skerta hreyfigetu í öxlum)



Lyfjaumsjón










Töfluskeri











Ná töflum úr pakkningum













Töflumyljari












Gúmmíhólkur til að opna t.d. lyfjaglös og krukkur


Hjálpartæki og velferðartækni tengd heimili, húsverkum og heimilishaldi.

Griptöng, fæst í mismunandi lengdum til að nota við klæðnað eða húsverk (SÍ)










Eldhúsáhöld










Hólkar til fá betra grip













Skæri sem opnast sjálfkrafa









Hnífapör með breiðu skafti, létt og þung









Hnífar með sveigðu skafti, misstórir










Ostaskeri með sveigðu skafti












Skurðarbretti sem hjálpar til









Universal, fyrir snúningstakka











Flysjari á fingur












Diskkantur eða diskur með háum köntum


Snúningslök og diskar (SÍ)







Snúningslak þverlak














Snúningslak teygjulak (vatnshelt og venjulegt)













Mastercare undirlak









Mastercare yfirsnúningslak