top of page

Um Heimastyrk

Hver erum við, gildi og umsagnir

Grassy Mountains

Heimastyrkur

Gildi Heimastyrks - Virðing, Fagmennska og Vellíðan

 

Heimastyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga á öllum aldri, óháð búsetu, til meiri vellíðan og sjálfstæðis gegnum iðju, þátttöku og jafnvægi í daglegu lífi.

Það er mikilvægt að leita aðstoðar þegar áskoranir hafa neikvæð áhrif á daglegt líf og líðan. Oft má finna persónumiðaðar lausnir í umhverfinu, félagstengslum og innra með persónunni. Með góðum stuðningi, ráðgjöf, gagnlegum aðferðum, meðferð og þjálfun byggða á sannreyndri þekkingu má finna lausnir eða leiðir til að draga úr færniskerðingu við iðju og þátttöku.

Wood Structure

Um Heimastyrk

Umsagnir

"Ég þakka þér fyrir handleiðsluna á árinu og innblásturinn í lok árs, kærar þakkir fyrir að hvetja mig áfram til þess að sækjast eftir því sem ég vil og sjá styrkleikana sem ég bý sannarlega yfir. Takk takk takk!"

~ handleiðsluþegi 

"Guðrún hefur góða nærveru og veitir ráðgjöf en hlustar líka á viðskiptavininn."

~ Karl 51-70 ára, höfuðborgarsvæðið

"Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman þegar ég var 19 ára. Ég hafði verið í miklu andlegu basli sem endaði á að ég fór í endurhæfingu hjá Virk. Í gegnum það úrræði hitti ég Guðrúnu Jóhönnu, þvílíkt sem það breytti mínu lífi til hins betra. Ég fékk starfsprófunarsamning hjá henni sem síðar leiddi til áframhaldandi ráðningar. Ég er handviss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki fengið það tækifæri. Hún hvatti mig einnig til að fara í nám, sem ég gerði en lauk því ekki á þeim tíma reyndar. Ég er núna í námi og heyri reglulega í hausnum á mér hvatningar orð hennar þegar mig langar að gefast upp. Guðrún er einstaklega hvetjandi og leggur sig fram við að ná því besta fram í fólki og fá fólk til að trúa á sjálft sig og vilja virkilega ná árangri."

~ Kristín

"Meðgangan og fæðingin hafði verið mjög erfið og ég endað í sjúkraþjálfun og endurhæfingu í kjölfarið, sem hafði litlu skilað fyrir mig. Ég var hreinlega á mörkum þess að enda á örorku og var, í fullri hreinskilni sagt, bara til í það. Ég hef oft haldið því fram að Guðrún Jóhanna hafi bjargað líðan minni og lífi á þessum tímapunkti, og ég áttaði mig ekki einu sinni á því fyrr en eftir á. Hef ég stundum sagt að að hún hafi (iðju)þjálfað mig til lífs."

~ Rannveig Ernudóttir, Tómstunda- og félagsmálafræðingur

"Guðrún hefur verið einstaklega hjálpleg í mjög flóknum hjálpartækjamálum fyrir dóttur mína sem hún tók að sér og skilaði frá sér þegar allt var komið heim. Mæli svo sannarlega með hennar þjónustu."

~ Kolfinna móðir

"Ég þurfti hjálp við umsókn um óhefðbundið hjálpartæki og hafði samband við Guðrúnu Jóhönnu hjá Heimastyrk. Hún var snögg að setja sig inn í málin og gekk mjög ákveðin til verksins. Ég fann að það væri henni metnaðarmál að koma með jákvæða lausn sem hentaði mínum aðstæðum. Hún hefur reynst mér mjög vel og mun ég klárlega leita til hennar aftur þegar ég verð í þeirri stöðu að þurfa frekari hjálp og stuðning. En vegna sjúkdóms míns er það bara spurning hvenær en ekki hvort að ég þurfi frekari þjónustu frá iðjuþjálfa."

~ Snorri Már

Sjá fleiri umsagnir hér

bottom of page