Umsagnir þjónustuþega
"Hún Guðrún hefur hlýja og góða nærveru. Hún ýtir undir styrkleika og leiðbeinir þannig að auðveldara er að koma auga á þá þætti lífsins sem hægt er að betrumbæta á einfaldan hátt. Hún er frábær þegar kemur að aðstoð við þá sem eiga börn með fötlunargreiningu."
~ kona 31-50 ára
"Mig langaði bara til að byrja á þakka þér fyrir frábært námskeið (sjálfstyrking fyrir einhverfar stelpur). Það er svo mikill munur á dóttur minni eftir námskeiðið, að það er vægast sagt ótrúlegt! Hún er mun opnari, betri í okkar samskiptum, svo mikið öruggari með sjálfan sig og svo mætti lengi telja. Ég bar auðvitað vonir til námskeiðsins en hennar árangur fór langt fram úr mínum væntingum."
~ móðir unglingsstúlku á einhverfurófi, námskeiðið Einhverfar stelpur
"Ég var mjög ánægð hjá Guðrúnu á þessu námskeiði og hefði alveg verið til í að námskeiðið hefði verið aðeins lengur. Því ég fékk svo ótrúlega innsýn í hluti á þessu námskeiði sem ég tengdi við, fékk svör við öllu sem ég spurði um og fékk fullt af nýjum verkfærum <3 Takk elsku Guðrún fyrir geggjað námskeið og vona svo sannarlega að geta komist aftur á námskeið hjá þér."
~ kona 31-50 ára, námskeiðið Hlutverkastjórnun
"Er mjög þakklát fyrir þá leiðsögn og stuðning sem ég fékk í gegnum Heimastyrk."
~ kona 31-50 ára
"Mjög fagleg þjónusta, þakklát að slíkt úrræði er til staðar."
~ kona 31-50 ára
“Guðrún, þú ert frábær og dýrmætur fagaðili”
~ fagaðili sem starfar í endurhæfingarúrræði
"Hún Guðrún er alveg einstök. Hún kom til okkar fyrir jól að vinna með okkur að tveimur börnum sem við eigum. Bæði á rófinu. Við höfum verið að ströglast í mörg ár að reyna fá þeirra rétt í skólann með þá þjónustu sem þau eiga rétt á. Hún Guðrún kom inn til okkar á hárréttum tíma þó ég persónulega hefði vilja vita af henni löngu fyrr. Málin hjá okkur voru komin í algjört þrot. Bæði börnin komin í algjörlega skólaforðun og það eldra í einhverfu burnout. Ég þurfti að hætta vinna til að sjá algjörlega um þau og reyna finna lausnir. Hún kemur eins og engill til okkar að himnum. Gerir skref fyrir heimili og skólann svo allir geti dansað í takt hvað best væri að gera til að koma þeim aftur út í lífið. Núna aðeins 3 mánuðum seinna er eldri kominn á þann frábæra stað að hann er farinn að sinna námi við sitt hæfi, farinn að iðka sitt áhugamál og tala við vinina aftur í tölvunni, út í bíó og allskonar skemmtilegt. Búinn að yfirsstíga alveg ótrúlega marga sigra og heldur bara áfram. Því yngra er farið að líða mun betur með kvíðann og fá námsefni og utanumhald við hæfi og farið að blómstra líka sem einstaklingur. Ég get ekki lýst því í orðum þakklætið og gleðina sem við foreldrar erum að upplifa í garð Guðrúnar. Þetta er alveg með ólíkindum hvað hún er búin að ná að breyta og bæta fyrir okkur fjölskylduna. Ég gæti haft langa ræðu um hvað iðjuþjálfi er að vinna frábært starf. Ég sé von um betri tíma framundan. Takk kærlega fyrir okkur elsku Guðrún, þú ert frábær ❤"
~ foreldri barna yngri en 16 ára
“Takk fyrir þitt framlag í starfsendurhæfingunni, þín hjálp er mjög gagnleg.”
~ ráðgjafi hjá Virk Starfsendurhæfingarsjóður
"Ég þakka þér fyrir handleiðsluna á árinu og innblásturinn í lok árs, kærar þakkir fyrir að hvetja mig áfram til þess að sækjast eftir því sem ég vil og sjá styrkleikana sem ég bý sannarlega yfir. Takk takk takk!"
~ handleiðsluþegi
"Guðrún er virkilega fagleg í sínu starfi á allan hátt og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á faginu. Hún kom að okkar máli þegar við vorum gjörsamlega komin í þrot. Hún setti sig vel inn í málefni barnsins, tók út aðstæður í skólaumhverfinu og benti á leiðir til þess að koma betur til móts við það á þeim vettvangi. Einfaldir hlutir sem hægt var að breyta en skiptu verulegu máli fyrir barnið. Hún tók barnið einnig til sín í þjálfun þar sem unnið var með færni sem barninu skorti. Hún tengdist því vel og vann ávallt á forsendum barnsins. Við sáum miklar framfarir og því mæli ég eindregið með þjónustu Heimastyrks."
~ Faðir barns yngra en 16 ára
"Frábær þjónusta og mjög hvetjandi og gott fyrir sjálfstraustið að koma til ykkar."
~ Kona 51-70 ára
"Guðrún er algjörlega yndisleg kona. Alltaf tilbúin til að hjálpa og aðstoða, gefur ráð sem eru geranleg og hlustar á mann."
~ Kona 31-50 ára
"Framúrskarandi góð þjónusta"
~ Karl 51-70 ára
"Innilegt þakklæti fyrir einstaklega frábæra þjónustu sem hefur bætt mín lífsgæði."
~ Kona 31-50 ára
"Ég er afar þakklát að hafa fengið tækifæri að nýta svona frábæran stuðning og aðstoð til að koma mér aftur á vinnumarkaðinn."
~ Kona 31-50 ára
"Ég skal viðurkenna ég fór með hálfum huga í iðjuþjálfatímann, fannst að lítið væri hægt að bæta við hreyfigetu fingranna vegna slitgigtar, þar sem maður er að hreyfa fingurna allan daginn. Ég varð ótrúlega hissa hvað hægt er að gera og viðmót og nærvera Guðrúnar Jóhönnu yndisleg. Æfingarnar sem ég fékk hef ég gert reglulega, einnig hefur spelka sem Guðrún benti á hjálpað mikið og er meira að segja farin að geta tekið aðeins í prjónana aftur :) Takk innilega fyrir alla hjálpina."
~ kona 51-70 ára
"Ég var mjög ánægð með heimsókn mína til hennar Guðrúnar Jóhönnu. Hún er aðlaðandi og kynnti fyrir mér margvísleg þjálfunarúrræði sem ég mun nýta mér og get e.t.v. deilt með öðrum. Ég get mælt heilshugar með Guðrúnu Jóhönnu við þá sem á þjónustu iðjuþjálfa þurfa að halda."
~ kona 51-70 ára
"Frábær þjónusta!"
~ karl 71-90 ára
"Fékk frábæra þjónusta og góð ráð."
~ kona 51-70 ára
"Nauðsynleg heilbrigðisþjónusta."
~ kona 51-70 ára
"Guðrún er frábær, ég vildi óska að ég gæti verið hjá henni áfram."
~ kona 31-50 ára
"Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar VIRK ráðlagði mér að hitta iðjuþjálfa. Þjónustan reyndist framar væntingum og komst ég að ýmsu sem gagnast mér í framtíðarstörfum, í samskiptum við aðra og ekki síst sjálfa mig. Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi hjálpaði mér að finna mörkin mín og koma auga á styrkleika mína. Ég mæli hiklaust með Iðjuþjálfun Heimastyrk, virkilega gagnleg og persónuleg þjónusta."
~ kona 31-50 ára
"Mjög mikil hjálp sem nýttist mér á allan hátt."
~ Karl 31-50 ára
"Það var ánægjulegt að kynnast Guðrúnu Jóhönnu og einstaklega gott að leita til hennar. Vinnubrögðin eru vönduð og fagleg og hennar góðu ráð hafa reynst mér svo vel að þau gætu ekki verið betri skv minni reynslu af Heimastyrk og Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa. Guðrún Jóhanna er einstaklega fagmannleg í vinnubrögðum, kemur með snjallar uppástungur og leiðbeiningar sem koma sér vel. Alúðlegt viðmót Guðrúnar Jóhönnu og hennar góða nærvera er einstök og ég mæli svo sannarlega með Heimastyrk fyrir hvern sem þarf að fá aðstoð v/hjálpartækja og hagræðingar á heimili, val á hjálpartækjum ofl.
Hún Guðrún Jóhanna er ótrúlega ráðagóð og mjög vel að sér i málefnum aldraðara og öryrkja og þeirra þarfa og réttinda."
~ Kona 51-70 ára, höfuðborgarsvæðið
"Ég frétti fyrst af Guðrúnu Jóhönnu í janúar á þessu ári þar sem mig vantaði úttekt iðjuþjálfa á íbúðarhúsnæði sem ég bjó í. Það voru ekki slæmar fréttir fyrir mig því að þarna kynntist ég yndislegri ungri konu með nærveru sem maður kynnist ekki á hverjum degi. Ég bjóst ekki við miklu en þegar ég sá hvað vinnubrögðin voru fagleg og gerð af mikilli alúð og fagmennsku þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég varð aftur að fá hjálp og ráðleggingar og mér til mikillar gleði fékk ég aftur Guðrúnu Jóhönnu til að aðstoða mig. Það voru ekki sömu gæðin sem ég fékk heldur miklu betri."
~ Kona 51-70 ára, höfuðborgarsvæðið
"Guðrún hefur góða nærveru og veitir ráðgjöf en hlustar líka á viðskiptavininn."
~ Karl 51-70 ára, höfuðborgarsvæðið
"Einstaklega þægilegt viðmót - Guðrún hjálpaði mér mjög mikið, er skýr, einfaldar hluti og er með einstaka virðingu og kærleika sem skín í gegn."
- Kona 31-50 ára, höfuðborgarsvæðið
"Þjónustan fór fram í vinnunni minni og svo viðtalstímar á staðnum (starfsstofu). Fannst aðstoðin sem ég fékk ómetanleg. Að fá fagaðila inn á vinnustaðinn minn til að leiðbeina mér varðandi líkamsbeitingu var ótrúlega gott! Það var allt inn í “þessum pakka” - Líkamlega hliðin, andlega hliðin, hvernig maður hugsar um sjálfan sig og hvernig mörkin manns eru.. svona mætti lengi telja. Mæli eindregið með þessari þjónustu!"
~ Kona 16-30 ára
“Mikill stuðningur bæði andlega og með kærleika, eins mikilvæg fræðsla og leiðbeiningar. Ég mæli heilshugar með þessari þjónustu. Dásamleg þjónusta og mikill styrkur.”
~ Karlmaður 51-70 ára
"Ég þakka þér fyrir hversu röggsöm þú ert búin að vera til að gera mér lífið léttbærara. Enn og aftur vil ég hæla þér fyrir hversu góð og hjálpsöm þú hefur verið mér. Ég mun svo sannarlega láta það heyrast að þú sért starfi þínu vaxin og meira en það. Ég datt aldeilis í lukkupottinn að kynnast þér. Þú ert yndisleg kona og hefur sérstaklega góða nánd. Að tala við þig er eins og ég hafi þekkt þig alla ævi. Ég á ekki nógu sterk orð að lýsa góðmennsku þinni. Er bara að reyna að segja hversu fagleg þú ert og hefur verið sérstaklega hjálpsöm við mig.
Að lokum vil ég bara segja það að ef allt fagfólk væri eins og þú væri mun betra að sætta sig við vanheilsu sína. ÞÚ ERT FRÁBÆR."
~ Hlíf
"Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman þegar ég var 19 ára. Ég hafði verið í miklu andlegu basli sem endaði á að ég fór í endurhæfingu hjá Virk. Í gegnum það úrræði hitti ég Guðrúnu Jóhönnu, þvílíkt sem það breytti mínu lífi til hins betra. Ég fékk starfsprófunarsamning hjá henni sem síðar leiddi til áframhaldandi ráðningar. Ég er handviss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki fengið það tækifæri. Hún hvatti mig einnig til að fara í nám, sem ég gerði en lauk því ekki á þeim tíma reyndar. Ég er núna í námi og heyri reglulega í hausnum á mér hvatningar orð hennar þegar mig langar að gefast upp. Guðrún er einstaklega hvetjandi og leggur sig fram við að ná því besta fram í fólki og fá fólk til að trúa á sjálft sig og vilja virkilega ná árangri."
~ Kristín
"Ég þurfti hjálp við umsókn um óhefðbundið hjálpartæki og hafði samband við Guðrúnu Jóhönnu hjá Heimastyrk. Hún var snögg að setja sig inn í málin og gekk mjög ákveðin til verksins. Ég fann að það væri henni metnaðarmál að koma með jákvæða lausn sem hentaði mínum aðstæðum. Hún hefur reynst mér mjög vel og mun ég klárlega leita til hennar aftur þegar ég verð í þeirri stöðu að þurfa frekari hjálp og stuðning. En vegna sjúkdóms míns er það bara spurning hvenær en ekki hvort að ég þurfi frekari þjónustu frá iðjuþjálfa."
~ Snorri Már
"Leitaði til Guðrúnar vegna dóttur minnar 16 ára. Hún hafði verið að kljást við mikinn kvíða og þurfti að efla sjálfstraustið. Guðrún náði einstaklega vel til hennar, úrræðagóð, lausnamiðuð og efldi hana á allan hátt. Hjálpaði henni á mjög erfiðum tíma i hennar lífi. Við mæðgur getum heils hugar mælt með þjónustu Guðrúnar. Fagmaður fram i fingurgóma jákvæð og styrkjandi."
~ Móðir unglingsstúlku
"Það var óvænt gleði að sjá hvað vinnubrögðin voru vönduð og allt fagmannlega gert. Ekki má gleyma frábæru viðmóti Guðrúnar Jóhönnu."
~ Kona á aldrinum 51-70 ára
"Kæra Guðrún. Þú hjálpaðir mér mikið og ég mun áfram nýta mér æfingaprógrammið (fyrir axlir og hendur) frá þér og góðu leiðbeiningarnar. Kærar þakkir fyrir alla hjálpina og ánægjulega viðkynningu."
~ Kona á aldrinum 81-90 ára
"Guðrún hefur verið einstaklega hjálpleg í mjög flóknum hjálpartækjamálum fyrir dóttur mína sem hún tók að sér og skilaði frá sér þegar allt var komið heim. Mæli svo sannarlega með hennar þjónustu."
~ Kolfinna móðir
“Iðjuþjálfun er jafn mikilvæg og sjúkraþjálfun og nauðsynlegt að skjólstæðingurinn geti mætt reglulega í æfingar til iðjuþjálfa t.d. 1-4 sinnum í mánuði til að viðhalda/breyta æfingum og fylgjast markvisst með árangri. Það eru mismunandi þarfir einstaklinga allt eftir sjúkdómi einstaklingsins. Þjónustan var í samræmi við gefin loforð um þjónustu og gott að hittast á stofu iðjuþjálfa ef því er komið við.”
~ Kona 31-50 ára
"Meðgangan og fæðingin hafði verið mjög erfið og ég endað í sjúkraþjálfun og endurhæfingu í kjölfarið, sem hafði litlu skilað fyrir mig. Ég var hreinlega á mörkum þess að enda á örorku og var, í fullri hreinskilni sagt, bara til í það. Ég hef oft haldið því fram að Guðrún Jóhanna hafi bjargað líðan minni og lífi á þessum tímapunkti, og ég áttaði mig ekki einu sinni á því fyrr en eftir á. Hef ég stundum sagt að að hún hafi (iðju)þjálfað mig til lífs."
~ Rannveig Ernudóttir, Tómstunda- og félagsmálafræðingur