Umsagnir um þjónustu iðjuþjálfa

"Þjónustan fór fram í vinnunni minni og svo viðtalstímar á staðnum (starfsstofu). Fannst aðstoðin sem ég fékk ómetanleg. Að fá fagaðila inn á vinnustaðinn minn til að leiðbeina mér varðandi líkamsbeitingu var ótrúlega gott! Það var allt inn í “þessum pakka” - Líkamlega hliðin, andlega hliðin, hvernig maður hugsar um sjálfan sig og hvernig mörkin manns eru.. svona mætti lengi telja. Mæli eindregið með þessari þjónustu!"

~ Kona 16-30 ára

 

“Mikill stuðningur bæði andlega og með kærleika, eins mikilvæg fræðsla og leiðbeiningar. Ég mæli heilshugar með þessari þjónustu. Dásamleg þjónusta og mikill styrkur.”

~ Karlmaður 51-70 ára

 

"Ég þakka þér fyrir hversu röggsöm þú ert búin að vera til að gera mér lífið léttbærara. Enn og aftur vil ég hæla þér fyrir hversu góð og hjálpsöm þú hefur verið mér. Ég mun svo sannarlega láta það heyrast að þú sért starfi þínu vaxin og meira en það. Ég datt aldeilis í lukkupottinn að kynnast þér. Þú ert yndisleg kona og hefur sérstaklega góða nánd. Að tala við þig er eins og ég hafi þekkt þig alla ævi. Ég á ekki nógu sterk orð að lýsa góðmennsku þinni. Er bara að reyna að segja hversu fagleg þú ert og hefur verið sérstaklega hjálpsöm við mig. 

Að lokum vil ég bara segja það að ef allt fagfólk væri eins og þú væri mun betra að sætta sig við  vanheilsu sína. ÞÚ ERT FRÁBÆR."

~ Hlíf

 

"Leiðir okkar Guðrúnar lágu saman þegar ég var 19 ára. Ég hafði verið í miklu andlegu basli sem endaði á að ég fór í endurhæfingu hjá Virk. Í gegnum það úrræði hitti ég Guðrúnu Jóhönnu, þvílíkt sem það breytti mínu lífi til hins betra. Ég fékk starfsprófunarsamning hjá henni sem síðar leiddi til áframhaldandi ráðningar. Ég er handviss um að ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ég hefði ekki fengið það tækifæri. Hún hvatti mig einnig til að fara í nám, sem ég gerði en lauk því ekki á þeim tíma reyndar. Ég er núna í námi og heyri reglulega í hausnum á mér hvatningar orð hennar þegar mig langar að gefast upp. Guðrún er einstaklega hvetjandi og leggur sig fram við að ná því besta fram í fólki og fá fólk til að trúa á sjálft sig og vilja virkilega ná árangri."

~ Kristín

"Ég þurfti hjálp við umsókn um óhefðbundið hjálpartæki og hafði samband við Guðrúnu Jóhönnu hjá Heimastyrk. Hún var snögg að setja sig inn í málin og gekk mjög ákveðin til verksins. Ég fann að það væri henni metnaðarmál að koma með jákvæða lausn sem hentaði mínum aðstæðum. Hún hefur reynst mér mjög vel og mun ég klárlega leita til hennar aftur þegar ég verð í þeirri stöðu að þurfa frekari hjálp og stuðning. En vegna sjúkdóms míns er það bara spurning hvenær en ekki hvort að ég þurfi frekari þjónustu frá iðjuþjálfa."

~ Snorri Már

"Leitaði til Guðrúnar vegna dóttur minnar 16 ára. Hún hafði verið að kljást við mikinn kvíða og þurfti að efla sjálfstraustið. Guðrún náði einstaklega vel til hennar, úrræðagóð, lausnamiðuð og efldi hana á allan hátt. Hjálpaði henni á mjög erfiðum tíma i hennar lífi. Við mæðgur getum heils hugar mælt með þjónustu Guðrúnar. Fagmaður fram i fingurgóma jákvæð og styrkjandi."

~ Móðir unglingsstúlku

"Það var óvænt gleði að sjá hvað vinnubrögðin voru vönduð og allt fagmannlega gert. Ekki má gleyma frábæru viðmóti Guðrúnar Jóhönnu."

~ Kona á aldrinum 51-70 ára

"Kæra Guðrún. Þú hjálpaðir mér mikið og ég mun áfram nýta mér æfingaprógrammið (fyrir axlir og hendur) frá þér og góðu leiðbeiningarnar. Kærar þakkir fyrir alla hjálpina og ánægjulega viðkynningu."

~ Kona á aldrinum 81-90 ára

"Guðrún hefur verið einstaklega hjálpleg í mjög flóknum hjálpartækjamálum fyrir dóttur mína sem hún tók að sér og skilaði frá sér þegar allt var komið heim. Mæli svo sannarlega með hennar þjónustu."

~ Kolfinna móðir

“Iðjuþjálfun er jafn mikilvæg og sjúkraþjálfun og nauðsynlegt að skjólstæðingurinn geti mætt reglulega í æfingar til iðjuþjálfa t.d. 1-4 sinnum í mánuði til að viðhalda/breyta æfingum og fylgjast markvisst með árangri. Það eru mismunandi þarfir einstaklinga allt eftir sjúkdómi einstaklingsins. Þjónustan var í samræmi við gefin loforð um þjónustu og gott að hittast á stofu iðjuþjálfa ef því er komið við.”

~ Kona 31-50 ára

"Meðgangan og fæðingin hafði verið mjög erfið og ég endað í sjúkraþjálfun og endurhæfingu í kjölfarið, sem hafði litlu skilað fyrir mig. Ég var hreinlega á mörkum þess að enda á örorku og var, í fullri hreinskilni sagt, bara til í það. Ég hef oft haldið því fram að Guðrún Jóhanna hafi bjargað líðan minni og lífi á þessum tímapunkti, og ég áttaði mig ekki einu sinni á því fyrr en eftir á. Hef ég stundum sagt að að hún hafi (iðju)þjálfað mig til lífs."

~ Rannveig Ernudóttir, Tómstunda- og félagsmálafræðingur