
Vellíðan og heilsa
Gigt, verkir, stoðkerfisvandi eða orkuleysi
Er gigt, verkir eða orkuleysi að hrjá þig?
Lærðu að stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu þrátt fyrir gigt, verki og stoðkerfisvanda. Fræðsla, kennsla og ráðgjöf tengt verkjastillandi, orkusparandi og styrkjandi aðferðum við ýmsa iðju heima og í vinnu til að styðja við iðju án verkja og stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu. Fjallað er um líkamann í heild, taugakerfið og vinnuvernd en sérstök áhersla lögð á hendur og handafærni þar sem mikið af iðju dagsins er gerð með höndunum. Hentar vel þeim sem eru með króníska verki, gigt í liðum, með stoðkerfisvanda, hafa lent í slysum á hendi eða með lítinn kraft í höndum.
Innifalið er einfaldur æfinga búnaður sem nýtist á námskeiðinu og einstaklingsviðtal á stofu eða skjá.
6 vikna stað- og fjarnámskeið þar sem fyrsti og síðasti tíminn fara fram miðvikudagana 5. mars og 16. apríl milli kl. 13:00-15:00 í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði og á skjánum fyrir þau sem búa ekki á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir tímar fara fram á netinu með kennara 2x í viku og 3 tíminn á eigin vegum.
Uppsetning á námskeiðinu er eftirfarandi:
Upphafstími 2 klst í St. Jó, Suðurgötu og á skjá - þar fer fram fræðsla, heilsukönnun, stöðvaþjálfun (stöðupróf), þátttakendur fá æfingabúnað afhentan og hann útskýrður fyrir þjálfun heima.
Vikulegt fræðsluefni:
- líkamsbeiting og vinnuvernd við ólíka iðju
- orku hvetjandi aðferðir og orkusparandi vinnuaðferðir
- verkjastillandi aðferðir
- mikilvægi tilgangsmikillar iðju
- félagsleg heilsa
- jafnvægi í daglegri iðju
Vikulegar æfingar á zoom - mánudaga og miðvikudaga
kl. 15:30-16:00.
Vikulegar æfingar á skjá - föstudaga, á eigin vegum.
Vikuleg verkefnablöð sem stuðla að meðvitund um eigin heilsu og leiðir til að takast á við ýmis verkefni með markvissum hætti og ef þörf er á, með breyttri nálgun með valdeflandi hætti.
Persónuleg ráðgjöf innan 2-3 vikum frá upphafi námskeiðs
Lokatími 2 klst í St. Jó, Suðurgötu og á skjá - samantekt á fræðslu, stöðupróf endurtekið frá 1 tíma og heilsukönnun endurtekin, umræður og næstu skref tengt eigin vellíðan og heilsu.
Auk þess fá þátttakendur aðgengi að fræðsluefni, verkefnablöð, upplýsingar um gagnleg hjálpartæki, spelkur og heilsueflandi tækjabúnað á námskeiðinu.
Námskeiðsverð 44.900 kr, hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.
Næstu námskeið:
Miðvikudaginn 5. mars til og með 16. apríl 2025.
Kennarar:
Guðrún Hallgrímsdóttir B.S. í iðjuþjálfunarfræði. Hún hefur auk þess lokið diplómu á meistarastigi í handleiðslufræðum, er með MA í öldrunarfræðum (NordMaG) ásamt því að hafa sótt ýmis hagnýt námskeið tengt t.d. skynjun og taugafræði, tengsl- og tengslamyndun, sjálfsmynd, áhugahvetjandi samtal, samkennd í eigin garð, leiklist, tímastjórnun, HAM fyrir fagfólk, breytingastjórnun og verkefnastjórnun.
Arna Björk Sveinsdóttir B.A. í félags- og kynjafræði, er með level 2 (hæsta stig) frá KPJAYI institute of Mysore India í Ashtanga jóga og hefur lokið ýmsum hagnýtum námskeiðum tengt líkamsrækt og -þjálfun.
Skráning fer fram hér
Umsagnir þátttakenda á námskeiðinu Vellíðan og heilsa
Vel upp sett og skipulagt námskeið sem nýtist vel. Flott að fá glærur og æfingar til að geta prentað út og minnt sig á.
Skemmtilegt og mjög gagnlegt námskeið, ég tek margt með mér sem ég mun reyna að einbeita mér í framhaldinu.
Mjög uppbyggilegt, fróðlegt. Fær mann að hugsa til að gera öll dagleg verkefni auðveldari. Takk fyrir mig.
Stutt námskeið en tíminn var vel nýttur og ég græddi mikið á námskeiðinu og get notfært mér það. Gott að fá hjálpartækin, það kemur manni fyrr af stað í að gera æfingarnar.
Mjög góð yfirferð um efnið hvernig það nýtist í verki og punktar sem nýtast við að einfalda lífið.
Fannst námskeiðið mjög gott og gagnlegt.
Eftir að hafa setið þetta námskeið hvet ég alla til að nýta ser það. Guðrún er yfirveguð, fagleg og með ástríðu fyrir sínum verkum. Þar af leiðandi leggur hún sig alla fram í að koma sem mestum fróðleik til þín.
Mjög uppbyggilegt, fróðlegt. Fær mann að hugsa til að gera öll dagleg verkefni auðveldari. Takk fyrir mig.
Gott námskeið. Fullt af gagnlegum hlutum sem ég kem til með að nota áfram.
Mjög gott námskeið, frábært að hafa námskeiðshaldara sem hefur reynt á eigin skinni hvernig er að vera með verki og miðlar af eigin reynslu. Hefði ekki trúað fyrirfram að ég myndi finna svona mikinn mun á því og þegar fólk sem ekki hefur sjálft verið með verki er að ráðleggja manni. Þú ert líka svo raunsæ varðandi það hversu hægt getur gengið að breyta venjum, það er engin pressa, bara hvatning til að gera sitt besta til að finna réttu leiðirnar. Takk fyrir mig kærlega!
Frábært námskeið sem opnar svo vel augun fyrir einföldum og góðum lausnum. Takk fyrir mig 👍
Mjög flott námskeið.
Gott og gagnlegt fyrir alla.
Frábært námskeið sem maður fékk hugmyndir og ráð fyrir sjálfshjálp.
Guðrún er mjög fær kennari. Ég er mjög ánægð ❤️