top of page

Vellíðan og heilsa 
Gigt, verkir, stoðkerfisvandi eða orkuleysi

Ertu að kljást við verki, orkuleysi eða stoðkerfisvanda vegna veikinda, gigtar, taugasjúkdóma eða síþreytu?

Lærðu að stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu þrátt fyrir skerta færni, orkuleysi og stoðkerfisvanda. Fræðsla og kennsla í verkjastillandi, orkusparandi og styrkjandi aðferðum sem styðja við iðju án verkja. Fjallað verður um hreyfiferla og heilsusamlega líkamsbeitingu við daglega iðju. Æfingarnar verða sýndar og þátttakendum leiðbeint sérstaklega í lok hvers tíma hvernig er best að gera þær heima. Kynntar verða ýmsar lausnir, úrræði og hjálpartæki til að auka vellíðan og færni við iðju.

Fræðsla um verndandi aðferðir fyrir líkamann við að sinna almennri iðju hversdagsins heima fyrir og einnig tengt vinnu. Farið verður yfir hvaða hjálpartæki og líkamsbeiting hentar til að draga úr verkjum, auka færni við iðju sem og vellíðan og heilsu.

Námskeiðið er 3 skipti á miðvikudögum milli kl.13:00-14:00

í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Suðurgötu 41. 

Hverjum tíma er skipt í tvennt þar sem fyrri hluti tímans fer í fræðslu og umræður og seinni hluti tímans í æfingar. Það er því gott að mæta í fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í.

Auk þess fá þátttakendur aðgengi að fræðsluefni, verkefnablöð, upplýsingar um gagnleg hjálpartæki, spelkur, tækjabúnað og viðbótaræfingar á netinu.

Námskeiðsgjald er 24.500 kr.

Hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

*Athugið að innifalið í námskeiðskostnaði er einfaldur búnaður sem nýtist á námskeiðinu og heima á milli tíma fyrir æfingar og til að verkjastilla.

Næstu námskeið:

19. júní, 26. júní og 3. júlí milli kl. 13:00-14:00.

2., 9. og 16. október milli kl. 13:00-14:00.

Skráning fer fram hér

bottom of page