
Skynvitund
- námskeið fyrir starfsfólk innan menntakerfisins (leik-, grunn- og framhaldsskóli)
Námskeið ætlað starfsfólki innan menntakerfisins til að fá betri skilning og bjargráð til að styðja börn sem eru með áskorun í skynúrvinnslu og líður t.d. ekki vel í skóla eða margmenni, eiga erfitt með svefn, matvönd, eru með skerta tilfinningastjórnun, lágt sjálfsmat, eiga erfitt með að vera í hóp og eiga fáa eða enga vini. Þau eru oft með aðrar greiningar en ekki alltaf, þá gæti verið um að ræða ADHD, einhverfurófið, mótþróaþrjóskuröskun, OCD, kvíða eða þunglyndi.
Á námskeiðinu er farið yfir skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar og áhrif hennar á líðan. Aukin þekking hjá starfsfólki á skynvitund stuðlar að meiri vellíðan meðal nemenda og starfsfólki og getur því reynst einnig gagnlegt fyrir starfsfólkið í að auka eigin skynvitund og vellíðan.
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði skynjunar og skynúrvinnslu (e. sensory Integration theory), valdeflingar (e. empowerment), reynslunáms (e. Experiential learning) og sjálfseflingar og samkenndar (e. self-compassion). Farið er yfir fræðsluefni og verkefni til að ná betri skilningi á viðbrögðum og líðan nemenda gagnvart ólíkri skynjun.
Leiðbeinendur eru:
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og faghandleiðari, Heimastyrkur.is og heimastyrkur@heimastyrkur.is
Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur, Hloduloftid.is og hloduloftid@gmail.com