top of page

 

Er gigt, verkir og stoðkerfisvandi að hrjá þig?
 

Lærðu að stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu þrátt fyrir gigt, verki og stoðkerfisvanda. Fræðsla, kennsla og ráðgjöf tengt verkjastillandi, orkusparandi og styrkjandi aðferðum við ýmsa iðju heima og í vinnu til að styðja við iðju án verkja og stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu. Fjallað er um líkamann í heild, taugakerfið og vinnuvernd en sérstök áhersla lögð á hendur og handafærni þar sem mikið af iðju dagsins er gerð með höndunum. Hentar vel þeim sem eru með króníska verki, gigt í liðum, með stoðkerfisvanda, hafa lent í slysum á hendi eða með lítinn kraft í höndum. 

Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi á langa og farsæla reynslu af því að veita einstaklingum með skerta heilsu og orku, verki og stoðkerfisvanda ráðgjöf, þjálfun og þjónustu með mjög góðum árangri síðustu ár en býður nú upp á námskeið með meiri áherslu á fræðslu, verklegar æfingar lágmark 3x í viku og verkefnavinnu á milli tíma til að stuðla að meiri árangri til lengri tíma og valdeflingu í eigin heilsueflingu.

Innifalið er búnaður sem nýtist á námskeiðinu og heima á milli tíma fyrir æfingar og til að verkjastilla.

Námskeiðið er 7 skipti og fer fram á einu sinni í viku, ýmist á miðvikudögum eða á mánudögum Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Suðurgötu 41 og á zoom.

Upphafstími 2 klst - fræðsla, heilsukönnun - upphaf, stöðvaþjálfun (stöðupróf), æfingabúnaður útskýrður fyrir þjálfun heima og umræður.
Vikulegt fræðsluefni
 - líkamsbeiting og vinnuvernd við ólíka iðju
 - orku hvetjandi aðferðir og orkusparandi vinnuaðferðir
 - verkjastillandi aðferðir
 - mikilvægi tilgangsmikillar iðju
 - félagsleg heilsa
 - jafnvægi í daglegri iðju
Vikulegar æfingar á zoom - mánudaga kl. 15:30-16:00
Vikulegar æfingar á skjá - miðvikudaga og föstudaga
Vikuleg verkefnablöð sem stuðla að meðvitund um eigin heilsu og leiðir til að takast á við ýmis verkefni með markvissum hætti og ef þörf er á, með breyttri nálgun með valdeflandi hætti.
Persónuleg ráðgjöf innan 2-3 vikum frá upphafi námskeiðs

Lokatími 2 klst - samantekt á fræðslu, stöðupróf endurtekið frá 1 tíma og heilsukönnun - endurtekin, umræður og næstu skref tengt eigin vellíðan og heilsu.

 

Auk þess fá þátttakendur aðgengi að fræðsluefni, verkefnablöð, upplýsingar um gagnleg hjálpartæki, spelkur og heilsueflandi tækjabúnað á námskeiðinu.

 

Námskeiðsverð 44.900 kr, hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

 

Námskeiðsumsjón hefur Guðrún Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi með diplómu á meistarastigi í handleiðslufræðum sem hefur lokið ýmsum hagnýtum námskeiðum tengt t.d. skynjun og taugafræði, tengslamyndun, sjálfsmynd, samkennd í eigin garð, leiklist, tímastjórnun, HAM fyrir fagfólk, breytingastjórnun og verkefnastjórnun. Hún hefur verið þjónustu- og stjórnendahlutverki í þjónustu fyrir börn, unglinga, fullorðna og eldri borgara og átt í nánu samstarfi við aðstandendur og ýmis þjónustuúrræði. Hún hefur verið að kenna m.a. óhefðbundin samskipti, fjölskyldumál og félagsþjónusta, leiðtogafærni, stjórnunarkenningar, öldrun, félagsleg virkni og þátttaka, samskipti og samvinna, starfsendurhæfingarferlið, endurhæfingu, handaþjálfun og handafærni, aðstoð og umönnun samhliða fjölbreyttum fyrirlestrum og fræðslu fyrir félagsamtök og sveitarfélög víða um land tengt velferðartækni, hjálpartækjum, velferð og heilsueflingu gegnum ólíka iðju.

 

Nánari upplýsingar má finna inn á www.heimastyrkur.is undir Námskeið eða https://www.heimastyrkur.is/vellidanogheilsa

Vellíðan og heilsa

44.900krPrice
    bottom of page