top of page

Kælisokkurinn er úr mjúku efni með vasa sitthvorum megin til að stinga köldum gelpoka ofan í þannig að þeir koma ekki við húðina en einnig við hælinn. Á sokknum er teygja með frönskum rennilás til að festa hana utan um fótinn svo hann detti síður af þótt fóturinn sé á hreyfingu.

 

Kælisokkurinn hentar vel fyrir þreyttar fætur, taugakvilla, verki í fótum, fótaeirð, gigt, bólgur og aðra kvilla en einnig fyrir þá sem er mjög heitt t.d. tengt mikilli hreyfingu, breytingaskeiðinu eða þá sem eru með áskoranir í skynúrvinnslu og eiga erfitt með að halda jafnvægi á hitastigi líkamans og er oft mjög heitt eða svitna mikið á fótum eða í svefni t.d. hjá þeim sem eru langveikir, undir miklu álagi og streitu, með ADHD eða á einhverfurófi. 

 

Athugið að í boði er að kaupa 2 stk af kælisokkum (fyrir báðar fætur) þá leggst ofan á afsláttur og verðið fyrir parið er 8.200 kr en þá er ekki hægt að panta gegnum netverslunina. Slíka pöntun þarf þá að óska eftir í tölvupósti á heimastyrkur@heimastyrkur.is og mikilvægt að símanúmer viðkomandi fylgi með í tölvupóstinum.

 

Einnig er í boði að kaupa 2 stk af kælisokkum og 2 stk af kælilúffum (fyrir báðar fætur og hendur) og þá eykst afslátturinn og verðið fyrir 2 stk kælisokka og 2 stk kælilúffur er 16.000 kr en þá er ekki hægt að panta gegnum netverslunina. Slíka pöntun þarf þá að óska eftir í tölvupósti á heimastyrkur@heimastyrkur.is og mikilvægt að símanúmer viðkomandi fylgi með í tölvupóstinum.

 

Kærkomin umsögn um kælisokkana frá kaupanda sem barst Heimastyrk í desember 2023.

"Ég keypti kælisokka hjá Heimastyrk núna í haust. Ég hef lengi reynt að finna lausn á að kæla fæturna mína án þess að þurfa að fara í sund til að nota kalda pottinn. Þegar ég sá þessa sokka til sölu þá stökk ég á þá og þeir stóðust sko væntingar!!
Ég hef notað kælipokana bæði beint úr frystinum en líka úr ísskápnum, ég fíla betur að nota þá úr frystinum, finnst hitt ekki nóg en það kælir samt. Ekki þarf að nota alla kælipokana í einu og vil ég benda á að ef fólk gerir það og notar þá frosna þá þarf að hafa í huga að fóturinn kælist mjög hratt!
Sokkarnir eru vel teyjanlegir og þægilegir og að hafa möguleikann á að þrengja um rist og il gerir algjöran gæfumun! Ég hef líka þrengt um öklanna og það munar líka helling. Ég mæli 100% með þessum sokkum, þeir hafa alveg bjargað mér með verki og fótapirring – og skemmir ekki fyrir þegar ég fæ hitakófin." 
~ Ásta Kristín
 

Kælisokkur, 1 stk

4.500krPrice
    bottom of page