- sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir öll kyn 16 ára og eldri með taugafræðilegri nálgun.
Fingrafar er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fólk sem er með grun eða greiningar eins og kvíða, lágt sjálfsmat, ADHD, einhverfurófið, félagskvíða, þunglyndi, long-covid eða annað sem veldur að skynjun líkamans dregur úr færni í daglegri iðju (skynsegin/taugsegin). Áherslur á námskeiðinu eru taugakerfið, skynjun gegnum skynfærin og neikvæð áhrif skynúrvinnslu á færni við iðju, skerta tímastjórnun, orkustjórnun og athygli.
Námskeiðið er 4 skipti, 2 tímar í senn og námskeiðsverð er 57.000 kr. Hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélagi eða vinnustöðum.
Fingrafarið mitt námskeið
57.000krPrice
