top of page

Tilgangsmikil iðja skapar rammann fyrir jafnvægi í daglegri iðju, heilbrigði og aðgengi að þátttöku í velferðarsamfélagi.

Aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er alvarlega skert innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu á Íslandi þótt ýmsar rannsóknir og reynsla hérlendis og erlendis hafi ítrekað sýnt fram á mikinn ávinning af því að nýta þjónustu iðjuþjálfa, hvort sem hún er veitt ein og sér eða í samstarfi við aðrar fagstéttir og þá oftar en ekki árangur til lengri tíma.


Hægt er að sjá nánari upplýsingar hér í skýrslunni "Occupational Therapy

and Health Economics - A short introduction to health economics and economic evidence for occupational therapy in the field of mental health during working life and health of older people" sem var unnin á vegum fagfélaga iðjuþjálfa á Norðurlöndunum. Þar er fjallað um heilsuhagfræði með sérstaka áherslu á atvinnuþátttöku fólks með geðræna erfiðleika og hins vegar þjónustu sem snýr að heilsu aldraðra. Ávinningurinn af þjónustu iðjuþjálfa lýsir sér í formi minni færniskerðingar, meira sjálfstæði við daglega iðju og endurkomu til vinnu eftir andleg veikindi og hefur jákvæð efnahags- og samfélagsleg áhrif.


8 views0 comments

Comments


Beach Walkway

Heimastyrkur.is

heimastyrkur@heimastyrkur.is

8486509

Starfsstöðvar Heimastyrks

- Lífsgæðasetrið St. Jó, Hafnarfirði

- Heilsuklasinn, Reykjavík

- Vettvangur, vinnustaða- og skólaheimsóknir

- Fjarheilbrigðisþjónusta og -ráðgjöf á netinu

Skilmálar Heimastyrkur slf.

bottom of page