top of page

Hlúum vel að geðheilsunni okkar, sérstaklega á álagstímum.

Hver kannast ekki við það þegar alltof mikið er að gerast á sama tíma og við vitum varla í hvorn fótinn við eigum að stíga að þá byrjum við að missa "boltana", jafnvægið í daglegri iðju og að þolinmæðin eða andlega úthaldið okkar skerðist og skapið fer að sveiflast.



Það er á þessum augnablikum sem það er afar mikilvægt að við hugum vel að okkur sjálfum og persónulegum þörfum. Setjum eigin heilsu í forgang með því að setja "súrefnisgrímuna" fyrst á okkur, svo á aðra líkt og í flugvélum. Flest kunnum við ólíkar aðferðir sem nýtast vel á svona örlagaríkum augnablikum og nauðsyn að nýta þær þar sem þær geta haft langtímaáhrif á líðan okkar og heilsu. Ef þig vantar þessi nauðsynlegu bjargráð þá hvet ég þig til að leita aðstoðar hjá fagfólki innan heilbrigðisvísinda t.d. að bóka tíma hjá heilsugæslunni eða nýta þér þjónustu iðjuþjálfa. Þeir hafa sérkunnáttu í að finna gagnlegar aðferðir sem eru sérsniðnar að þínum þörfum til að ná aftur jafnvægi í daglegri iðju og hversdeginum.

 

Á þessari vefslóð er búið að draga saman 25 góð ráð og aðferðir ef þút vilt taka þín fyrstu skref í að koma þér af stað við iðju tengt heilsueflingu.

 

 

5 views0 comments

Comments


Beach Walkway

Heimastyrkur.is

heimastyrkur@heimastyrkur.is

8486509

Starfsstöðvar Heimastyrks

- Lífsgæðasetrið St. Jó, Hafnarfirði

- Heilsuklasinn, Reykjavík

- Vettvangur, vinnustaða- og skólaheimsóknir

- Fjarheilbrigðisþjónusta og -ráðgjöf á netinu

Skilmálar Heimastyrkur slf.

bottom of page