top of page
Konur á rófinu (2).png

Konur á rófinu
Sjálfsstyrkingarnámskeið ætlað konum (hún, kvár/hán með leg, transkonur á kvenhormónum) sem eru á einhverfurófi eða með grun um að vera á rófinu.

Námskeiðið er 4 skipti í 2 klst í senn eftir hádegi og er hver tími 1x í viku sem stað- og fjarnámskeið á zoom eða í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði.

Fræðsla, verkefni og umræður fyrir konur á einhverfurófi tengt líðan, félagsþátttöku og áhrif hormóna. Námskeiðið byggir á valdeflandi nálgun og jafningjastuðningi.


Námskeiðskostnaður er 49.900 kr, hægt er að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

Þetta námskeið er ólíkt frá námskeiðinu Vöxtur og vegferð að því leiti að hér er fræðslan sérsniðin að þörfum kvenna á rófinu eða með grun um að vera á rófinu ásamt verkefnavinnu. Tekið er sérstaklega mið af þörfum og líðan kvenna á námskeiðinu og þær vinna verkefni sem hafa það markmið að auka sjálfsþekkingu og sjálfsskilning. Námskeiðið er mjög verkmiðað gegnum ólík verkefni og fræðslu í tímunum en einnig gefst þeim kostur á að eiga umræður utan námskeiðsins á meðan námskeiðið stendur yfir. Innifalið er viðtal hjá iðjuþjálfa í lok námskeiðsins til að styðja þátttakendur í að móta sín næstu skref í lífinu t.d. tengt endurkomu í nám og/eða starf út frá þeirri þekkingu og reynslu sem þær taka með sér að námskeiðinu loknu.

Þátttöku fylgir aðgengi að gagnlegum upplýsingum á innri vef Heimastyrks og verkfæri til að ná betri tökum á eigin líðan, orkustjórnun og markmiðasetningu t.d. tengt sjálfsmynd, skipulagi og rútínu og mögulegri endurkomu í nám eða vinnu þar sem styrkleikar þeirra og hæfileikar fá að njóta sín. Þátttakendur fá tækifæri á að læra að taka tillit til og mæta þörfum sínum og áskorunum sem geta reynst hindrun til að ná að sinna daglegu lífi, ólíkum hlutverkum og upplifa jafnvægi í daglegri iðju, innan og utan heimilis.

Næstu námskeið hefjast:

Miðvikudaginn 11. september kl. 13-15 á tímabilinu 11. september til 2. október.

Mánudaginn 28. október kl. 16:30-18:30, seinniparts námskeið fyrir þær sem eru í vinnu á daginn, á tímabilinu 28. októbert til

18. nóvember. 

Skráning fer fram hér.


Umsjón með námskeiðinu hefur Guðrún Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi með diplómu á meistarastigi í handleiðslufræðum sem býr að áralangri reynslu af þjónustu og samstarfi við einstaklinga á ólíkum aldri, fjölskyldur og öll kyn sem eru með greiningar eða grun um að vera á einhverfurófi og mögulega líka með ADHD og áskoranir í skynúrvinnslu tengt hljóði, birtu, lykt, bragði, snertingu og öðrum fylgiröskunum eins og t.d. málþroskaröskun (DLD), Ehlers-Danslos syndrome (EDS), POTS og fleiri áhrifaþætti á heilsu, vellíðan og færni við iðju. 

Umsagnir þátttakenda á námskeiðinu Konur á rófinu:

Námskeiðið er algjörlega frábært og ég þakka innilega fyrir það, það er búið að hjálpa mér mikið að skilja sumt í nýju samhengi 💞

 

Fannst námskeiðið áhugavert og tengdi mikið við það sem kom fram og var rætt.

Mjög gott, mikil ró, hæfilegur fjöldi kvenna og manni er tekið með opnum örmum.

 

Guðrún er með frábæra og kærleiksríka innsýn í málefnið.

 

Mér finnst námskeiðið hjálplegt.

 

Bara ótrúlega flott og skemmtilegt námskeið, spennt að nýta mér upplýsingarnar og verkefnin. 

 

Námskeiðið kom mér skemmtilega á óvart og þá aðallega þau bjargráð sem kennd voru og nýtast svo vel. 

 

Æðislegt og gagnlegt og fræðandi. Gott að hlusta á Guðrúnu Jóhönnu og hún útskírir vel.

 

Takk innilega fyrir mig. Ég á eftir að sakna þess að vera á námskeiði hjá Heimastyrk.

 

Mér finnst Guðrún rosalega valdeflandi!

 

Fann loksins fólk eins og mig. Fannst ég ekki eins ein þegar ég var á námskeiðinu. Mjög gagnlegt. Takk fyrir mig.

 

Virkilega áhugavert og leidbeinandanum virkilega annt um vellídan og velgengni þátttakenda.

 

Mjög skemmtilegt og þægilegt námskeið. Frískandi að geta talað um svona hluti í fyrsta sinn við aðra en fjölskylduna.

 

Mjög gott námskeið, hjálpaði við að sjá að ég er ekki “ein” og að margir hlutir sem ég upplifi eru alveg eðlilegir.

bottom of page