top of page

Hlutverkastjórnun og
jafnvægi í daglegri iðju

Veldu þér hlutverk sem hafa jákvæð áhrif á heilsuna þína!

Farið er yfir áhrif streitu á taugakerfið, skynnæmi líkamans og hvaða bjargráð geta reynst gagnleg heima, í vinnu og tómstundum til að ná betri tökum á eigin líðan, heilsu og orkustjórnun gegnum ólík hlutverk með því að setja sér mörk við iðju.

 

Námskeiðið er 4 skipti, á miðvikudögum milli kl. 13:00-15:00 í Lífsgæðasetrinu St.Jó

Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og á zoom fyrir þá sem búa út á landi eða komast ekki í salinn. Námskeiðið er byggt á fræðslu og einstaklingsverkefnum og er hverjum tíma skipt í 3 lotur með 2 pásum. 

Á þessu námskeiði er kjarninn úr iðjuþjálfunarfræðum dreginn saman til að veita þátttakendum persónuleg bjargráð til að auka færni við daglega iðju og vinnu, félagslega þátttöku, draga úr streitu og hvetja til slökunar gegnum fræðslu og verklegar æfingar. Þátttakendur fá tækifæri til að máta sig við ólík hlutverk, styrkleika og bjargráð á námskeiðinu samhliða stuðningi við að yfirfæra það sem hentar þeim yfir á sitt eigið líf.

 

Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 1. nóvember 2023. Námskeiðsgjald er 45.000 kr.

*Athugið að hægt er að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

Næstu námskeið:

3., 10., 17. og 24. apríl 2024 milli 13:00-15:00

4., 11., 18. og 25. september 2024 milli 13:00-15:00.

Skráning fer fram hér

7.png

Fleiri umsagnir um námskeiðið má lesa hér.

bottom of page