

Fingrafarið mitt
- Sjálfsstyrkingarnámskeið með taugafræðilegri nálgun
Um námskeiðið
Stað- og fjarnámskeið fyrir öll kyn 16 ára og eldri í Lífsgæðasetrinu St. Jó og á zoom.
Fingrafar er sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir fólk sem er með grun eða greiningar eins og kvíða, lágt sjálfsmat, ADHD, einhverfurófið, félagskvíða, þunglyndi, long-covid eða annað sem veldur að skynjun líkamans dregur úr færni í daglegri iðju (skynsegin/taugsegin). Áherslur á námskeiðinu eru taugakerfið, skynjun gegnum skynfærin og neikvæð áhrif skynúrvinnslu á færni við iðju, skerta tímastjórnun, orkustjórnun og athygli.
Farið er yfir áskoranir sem geta verið í samskiptum og félagsþátttöku í námi og vinnu og hvernig hægt er að takast á við þær gegnum einföld verkefni og jafningjastuðning. Rýnt er í helstu styrkleika þeirra sem eru skynsegin / taugsegin og hvernig má nýta þá til að ná betri tökum á iðju hversdagsins, rútínu og orkustjórnun. Leitast er eftir að efla trú á eigin getu og að styðja þátttakendur í að finna leiðir sem henta þeirra þörfum til að vera virkir þátttakendur í lífinu með fjölskyldu, vinum, í námi og starfi með ólíkum aðferðum, öppum og félagslegum stuðningi gegnum umræður, verkefni og fræðslu
Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir fræðilegt efni tengt skynjun líkamans og taugakerfinu, frætt um ýmis gagnleg verkfæri, aðferðir og leiðir til að efla sjálfið og skilja betur eigin þarfir, getu og langanir til að mæta þeim með markvissari hætti.
Námskeiðið er 4 skipti, 2 tímar í senn og námskeiðsverð er 57.000 kr. Hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélagi eða vinnustöðum, skráning fer fram hér.
Næstu námskeið:
Mánudaga 12. janúar til 2. febrúar milli kl. 13:00-15:00.
Miðvikudaga 1. apríl til 22. apríl milli kl. 13:00-15:00.
Skráning á næsta námskeið fer fram hér.

Umsagnir þátttakenda
Mjög flott námskeið sem gaf þokkalega góðar upplýsingar um taugakerfið og starfsemi þess og hvernig það er hægt að gera til að bæta það.
Námskeiðið hjálpaði mér að sjá og skilja mína líðan og hegðun betur og að sjá að það eru fleiri eins og ég, mér fannst einnig mjög þægilegt að hafa aðgang að samskiptarás og geta lesið um það hvað annað fólk væri að ganga í gegnum og tengdi mjög mikið við fólk þar inni. Þetta námskeið var mjög gott fyrir mig.
Fannst námskeiðið mjög gagnlegt og finnst ég hafa aukið yfirsýn mína á sjálfan mig, skilning minn á mér og hefur gefið mér auka tól í verkfæraboxið til að máta við mig og skynsegin vandamálin sem hafa truflað mig.
Vinalegur leiðbeinandi. Góð dæmi. Þægileg rödd leiðbeinanda. Mjög vel skipulagt. Góður tími dagsins.
Ég er ánægður með námskeiðið. Það hjálpaði mér að skilja sjálfan mig betur og hvernig á að bregðast við aðstæðum. Takk fyrir, Guðrún.
Mjög gott námskeið sem hjálpar mér að skilja sjálfa mig betur og tengja við aðra og fá bjargráð. TAKK FYRIR.
Námskeiðið var vel orðað og var auðvelt að skilja og þægilegt að það var ekki skylda að taka þátt (í umræðum og verkefnum).
Takk fyrir, lærði mjög mikið.
Takk kærlega fyrir mig, mjög áhugavert og hjálplegt! Fullt fullt af spurningum en líka ótrúlega góð svör!
Mjög gagnlegt námskeið og verkefni, þetta námskeið þarf að lifa!
Fannst það mjög gott hvernig maður gat einfaldlega bara verið til á námskeiðinu.
Mjög sátt með námskeiðið, mjög áhugavert og skemmtilegt, hefði viljað fleiri skipti persónulega en mikið efni sem var farið yfir og mjög vel farið yfir og mjög ánægð að geta sótt glærurnar og annað á heimasíðunni Takk fyrir mig.
Ég var mjög ánægð hjá Guðrúnu á þessu námskeiði og hefði alveg verið til í að námskeiðið hefði verið aðeins lengur. Því ég fékk svo ótrúlega innsýn í hluti á þessu námskeiði sem ég tengdi við og fékk svör við öllu sem ég spurði um og fékk fullt af nýjum verkfærum <3 takk elsku Guðrún fyrir geggjað námskeið og vona svo sannarlega að geta komist aftur á námskeið hjá þér.
Frábært námskeið, hjálpar mér að læra á sjálfa mig eftir einhverfu greiningu.
Gott námskeið, frábær kennari.
Mér leið vel og ég lærði mikið.
Geggjað námskeið!
Það sem námskeiðið er búið að gera fyrir mig er að opna augun mín í sambandi við einhverfu. Ég er nokkuð viss um að ég er með einhver af þessum einkennum, en núna er ég betur undirbúin til að takast á við þau. Takk fyrir mjög gott námskeið.