top of page

Fjölnota stafrænn niðurteljari sem auðvelt er að stilla með því að snúa hringnum silfraða frá nokkrum sekúndum og upp í 99 mínútur og 55 sekúndur.

 

Virkar einstaklega vel þeim sem eiga erfitt með að hefja verkefni og eru með skert tímaskyn. Hægt að nýta til að hjálpa börnum að átta sig á tímanum sem þarf við heimalestur, heimalærdóm eða til að tímasetja skjánotkun eða aðra iðju. Virkar einnig vel tengt því að bursta tennur eða við sturtuferð og einnig er þetta gott hjálpartæki í eldhúsið við að sjóða t.d. egg eða annað sem þarf að tímasetja. Það er segull aftan svo hægt er að festa stafræna niðurteljarann á eldhúsviftuna, ísskápinn eða láta hann liggja á borði eða annars staðar eftir þörfum.

 

Hægt að velja hvort það sé hljóð, lágt hljóð eða hljóðlaust þegar niðurtalningu er lokið og eins hægt að velja að hafa alltaf kveikt á niðurteljaranum eða stilla á eco þar sem hann fer í sleep mode / slekkur á sér sjálfkrafa milli skipta í notkun.

Þarf 3 stk af AAA stærð af batterí við notkun.

Stafrænn niðurteljari 1 stk

6.500krPrice
    bottom of page