Kælilúffan er úr mjúku efni með vasa sitthvorum megin til að stinga köldum gelpoka ofan í þannig að þeir koma ekki við húðina, 2 gelpúðar fylgja í svipaðri stærð og lúffan. Á lúffunni er teygja með frönskum rennilás til að festa hana utan um hendina svo hún detti ekki af þótt hendin sé á hreyfingu.
Kælilúffan getur hentað vel gagnvart þreytu í höndum, taugakvilla, verki, bólgur, sinaskeiðabólgu og aðra kvilla en einnig fyrir þá sem er mjög heitt t.d. tengt mikilli hreyfingu, breytingaskeiðinu eða þá sem eru með áskoranir í skynúrvinnslu og eiga erfitt með að halda jafnvægi á hitastigi líkamans og er oft mjög heitt eða svitna mikið í lófum t.d. hjá þeim sem eru langveikir, undir miklu álagi og streitu, með ADHD eða á einhverfurófi.
Athugið að í boði er að kaupa 2 stk af kælilúffum (fyrir báðar hendur) þá leggst ofan á afsláttur og verðið fyrir parið er 8.200 kr en þá er ekki hægt að panta gegnum netverslunina. Slíka pöntun þarf þá að óska eftir í tölvupósti á heimastyrkur@heimastyrkur.is og mikilvægt að símanúmer viðkomandi fylgi með í tölvupóstinum.
Einnig er í boði að kaupa 2 stk af kælilúffum og 2 stk af kælisokkum (fyrir báðar hendur og fætur) og þá eykst afslátturinn og verðið fyrir 2 stk kælilúffur og 2 stk kælisokka er 16.000 kr en þá er ekki hægt að panta gegnum netverslunina. Slíka pöntun þarf þá að óska eftir í tölvupósti á heimastyrkur@heimastyrkur.is og mikilvægt að símanúmer viðkomandi fylgi með í tölvupóstinum.
top of page
4.500krPrice
bottom of page