top of page

Vörur fyrir börn sem t.d. naga föt eða hluti eða hættir til að bíta.

Í netverslun Heimastyrks er að finna ýmsar vörur til að auka vellíðan og færni barna við leik og tengt námi. Sum börn og ungmenni hafa þörf fyrir að setja hluti í munninn langt fram eftir aldri, á meðan önnur börn hafa þarf fyrir að naga eða bíta sem getur verið aðferð til að auka athygli, vernda sig eða hluti af hegðun sem eykur öryggið þeirra í nýjum eða óþægilegum aðstæðum og samskiptum. Hér má sjá brot af því vöruúrvali sem er í boði.

Naghálsmen fjöður, fæst í 5 ólíkum litum.

Naghálsmen eins og fjöður í laginu en hannað til að naga og er með ól sem auðvelt er að losa með því að tosa í sundur. Fimm tegundir af litum og eru því fallegt skraut um hálsinn en virka vel fyrir þau sem hafa þörf fyrir að naga hluti, föt eða vera með eitthvað í munninum. Fást í ljósbláum, ljósbleikum, myntugrænum, steingráum og ljósgráum lit, auðvelt að geyma innan undir bol eða peysu.



Teygjunagarmband, fæst í ólíkum litum.

Teygju nagarmband sem hentar vel þeim sem finnst gott að naga hluti eins og föt, ermar og hálsmál á fötum, blýanta, penna, dót og fleira. Hentar einnig vel þeim börnum sem eru gjörn á að bíta. Armbandið er auðvelt að þrífa með vatni og sápu. Hentar vel þeim sem eru með kvíða, hafa þörf fyrir að hafa hluti í munninum eða þegar kláði er í gómi eins og við tanntöku, t.d. þegar börn eru að missa barnatennur og -jaxla, , auðvelt að geyma innan undir ermi á bol eða peysu.



Hringlaga naghálsmen, fæst í 5 ólíkum litum

Naghálsmen hentar vel þeim sem finnst gott að naga hluti eins og föt, ermar og hálsmál á fötum, blýanta, penna, dót og fleira. Hentar einnig vel þeim börnum sem eru gjörn á að bíta. Naghálsmenið er ca 60 grömm í þyngd og auðvelt að þrífa með vatni og sápu. Hentar vel þeim sem eru með kvíða, hafa þörf fyrir að hafa hluti í munninum eða þegar kláði er í gómi eins og við tanntöku, t.d. þegar börn eru að missa barnatennur og -jaxla. Naghringurinn er tæpir 4cm í ummál og hringurinn er ca 0,6cm í þykkt, auðvelt að geyma innan undir bol eða peysu.




Þríhyrnt naghálsmen, fæst í 5 ólíkum litum.

Naghálsmen hentar vel þeim sem finnst gott að naga hluti eins og föt, ermar og hálsmál á fötum, blýanta, penna, dót og fleira. Hentar einnig vel þeim börnum sem eru gjörn á að bíta. Naghálsmenið er ca 22 grömm í þyngd, auðvelt að þrífa með vatni og sápu og hægt að lengja og stytta bandið í hálsmeni eftir þörfum. Hentar vel þeim sem eru með kvíða, hafa þörf fyrir að hafa hluti í munninum eða þegar kláði er í gómi eins og við tanntöku, t.d. þegar börn eru að missa barnatennur og -jaxla.

Nagþríhyrningurinn er 5,5cm í breidd og lengd og allt að 1,3cm þar sem hann er þykkastur, auðvelt að geyma innan undir bol eða peysu.




Nagstykki heavy duty, fæst í rauðum lit.

Þykkt og endingarsterkt nagstykki fyrir þau börn sem hafa mikla nagþörf og hafa náð að naga sig í gegnum t.d. önnur naghálsmen, föt, ermar og hálsmál á fötum, blýanta, penna, dót og fleira. Hentar einnig vel þeim börnum sem eru gjörn á að bíta. Auðvelt að þrífa með vatni og sápu og getur verið gagnlegt fyrir þá sem eru með kvíða, hafa þörf fyrir að hafa hluti í munninum eða þegar kláði er í gómi eins og við tanntöku, t.d. þegar börn eru að missa barnatennur og -jaxla. Auðvelt að geyma t.d. í vasa á buxum, peysu og jakka.





34 views0 comments
bottom of page