top of page

Jól og áramót geta reynst krefjandi tími fyrir marga, sérstaklega börn

Mikil spenna, tilhlökkun, kvíði, óöryggi, gleði, óvissa og óreiða einkennir jólin hjá mörgum, fullorðnum og börnum.


Þetta eru tilfinningar sem reynist mörgum erfitt að upplifa og krefjast mikillar orku, bæði hjá þeim sem upplifa tilfinningarnar en líka hjá hinum sem ráða illa við þá hegðun og samskipti sem geta skapast út frá þessari líðan og tilfinningum.


Ég tók saman nokkur gagnleg ráð sem geta hjálpað til við að gera aðstæður bærilegri þótt listinn sé langt frá því að vera tæmandi. Ég mæli líka með að þyngdarteppi sé aðgengilegt, hollt snarl, róandi tónlist, fidget dót eða eitthvað sem er þægilegt að handleika, skyggð gleraugu eða derhúfa og að það sé hægt að draga fyrir eða minnka birtustig í hvíldarrými.


10 views0 comments
bottom of page