Virðing, fagmennska og vellíðan

Heimastyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga til sjálfshjálpar.

Heimastyrkur býður upp á ráðgjöf, þjálfun og fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir. Þar starfar Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan félags- og heilbrigðisþjónustu sem og viðskipta. Ýmis þjónusta er í boði og má þar nefna fyrir einstaklinga s.s. mat á færni og getu tengt iðju, hreyfingu, vitrænni getu, minnisgetu og líðan. Einnig mat á aðstæðum heima, í vinnu og skóla í tengslum við aðgengi og sjálfsbjargagetu, vinnuvernd, stuðning við daglegt líf, ráðgjöf tengt orkusparandi vinnuaðferðum og akstursfærni. Fyrir fyrirtæki, félagasamtök og fyrirtæki er veitt ráðgjöf varðandi t.d. velferðartækni, hjálpartæki og tæknilausnir og þróun á vöru eða þjónustu.

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandínavíska).

 

Þjónusta á vegum Heimastyrks:

  • Heimilisathugun til að tryggja öryggi og auka sjálfsbjargargetu

  • Ráðgjöf og aðstoð við val á hjálpartækjum

  • Þjálfun inn á heimili skjólstæðings eða gegnum internetið

  • Fræðsla, kennsla og ráðgjöf tengt þróun á þjónustu fyrir fagfólk og einstaklinga

  • Og margt fleira Sjá nánar>>