Virðing, fagmennska og vellíðan

Iðjuþjálfun Heimastyrkur

veitir stuðning til sjálfshjálpar, vellíðan og trú á eigin getu og áhrifamátt gegnum iðju og félagslega þátttöku.

Iðjuþjálfun - Heimastyrkur býður upp á ráðgjöf, þjálfun og fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir. Þar starfar Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan félags- og heilbrigðisþjónustu.

Þjónusta og ráðgjöf iðjuþjálfa fer ýmist fram í Heilsuklasanum Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík, á St. Jó í Hafnarfirði, inn á heimilum einstaklinga eða í því umhverfi sem óskað er eftir s.s. vinnustað, skóla, utandyra eða annað. Einnig er boðið upp á fjarheilbrigðisþjónustu fyrir þá sem eru búsettir út á landi.

Tímapantanir fara fram í síma 848-6509 eða á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Athugið, það þarf ekki tilvísun frá lækni til að panta tíma hjá Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa.

Hægt er að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum til að koma til móts við greiðslur fyrir m.a. þjónustu iðjuþjálfa.

 

Iðjuþjálfun - Heimastyrkur

 • Mat, ráðgjöf, þjónusta og þjálfun.

 • Markmiðaþjálfun, sjálfsstyrking og tímastjórnun.

 • Heimilisathugun og í nærumhverfi heimilis til að tryggja öryggi og auka sjálfsbjargargetu.

 • Vinnustaðaathugun og -úttekt, mat á umhverfisþáttum á vinnustað (starfsumhverfi), fræðsla og ráðgjöf.

 • Skólaathugun til að stuðla að meiri vellíðan og þátttöku barna í skólaumhverfinu.

 • Stuðningur við skipulag í daglegu lífi með tilliti til orkustjórnunar, getu og jafnvægis í daglegu lífi.

 • Ráðgjöf og aðstoð við val á hjálpartækjum og velferðartækni innan heimilisins, utan heimilisins og tengt bílamálum þegar færni við akstur er skert vegna hreyfihömlunar.

 • Ökumat og ráðgjöf í samstarfi við löggilta ökukennara t.d. eftir slys, í kjölfar minnkandi færni, fyrir þá sem eru komnir yfir sjötugt og þegar þörf er á akstursmati frá heilbrigðisstarfsmanni.

 • Mat á skynúrvinnslu, ráðgjöf og þjálfun. Skynúrvinnsluvandi er oft ástæðan fyrir mikilli streitu, vanlíðan, bólgum í líkama og verkjum. Mikilvægt er að skoða hvernig viðbrögð okkar eru gagnvart miklu áreiti, áferð, hljóðum, birtu og bragði og hvort okkur líði betur og eigum meiri orku ef við breytum ákveðnum þáttum sem hafa áhrif á okkur.

 • Ráðgjöf og þjálfun tengt skertri hreyfigetu og litlu úthaldi með áherslu á jafnvægi í daglegu iðju.

 • Mat á færni í öxlum og höndum ásamt sérhæfðri handaþjálfun, fín-/grófhreyfingar og samhæfing.

 • Ráðgjöf og aðstoð við hönnun á aðgengislausnum og breytingar á umhverfi út frá aðgengi fyrir alla í samstarfi við ólíka aðila t.d. arkitekta og byggingaraðila.

 • Þjónusta og ráðgjöf tengt stoðkerfisvanda t.d. gigt og verkir þar sem boðið er upp á hita eða paraffin vax, djúpslökun, fræðslu og þjónustu til að einfalda hversdaginn og mikilvæga iðju.

 • Þjónusta og ráðgjöf sem hvetur til jákvæðrar sjálfsmyndar, félagslegrar þátttöku og dregur úr vanlíðan gegnum viðurkennd matstæki, hugmyndafræði og markmiðasetningu.

 • Boðið er upp á fjarheilbrigðisþjónustu gegnum Kara Connect með samþykki Embætti landlæknis.

 • Ráðgjöf tengt þróun á þjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök.

 • Fræðsla, fyrirlestrar og kennsla tengt t.d. markmiðasetningu, tímastjórnun, tengslamyndun, sjálfsmynd og öldrun.