top of page

Virðing, fagmennska og vellíðan

Iðjuþjálfun Heimastyrkur
veitir stuðning til sjálfshjálpar, vellíðan og trú á eigin getu og áhrifamátt gegnum iðju og félagslega þátttöku.

Iðjuþjálfun - Heimastyrkur býður upp á ráðgjöf, þjálfun og fræðslu fyrir börn og fullorðna á öllum aldri sem og fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir.

 

Þar starfar Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu tengt velferðar- og heilbrigðisþjónustu.

Þjónustan getur farið fram í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Heilsuklasanum Bíldshöfða 9 í Reykjavík, á skjá fyrir þá sem komast ekki á stofu eða í því umhverfi sem óskað er eftir t.d. heimili, vinnustað, skóla eða utandyra. 

 

Tímapantanir í síma 8486509, gudrun@heimastyrkur.is eða inn á noona.is/heimastyrkur

Athugið, það þarf ekki tilvísun frá lækni til að panta tíma í iðjuþjálfun. Hægt er að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum til að koma til móts við greiðslur fyrir m.a. þjónustu iðjuþjálfa.

 

Iðjuþjálfun - Heimastyrkur

  • Mat, ráðgjöf, þjónusta og þjálfun.

  • Markmiðaþjálfun, sjálfsstyrking, skipulag og tímastjórnun.

  • Ráðgjöf og þjálfun fyrir börn og fullorðna í tengslum við ADHD og einhverfu.

  • Þjónusta og ráðgjöf sem hvetur til jákvæðrar sjálfsmyndar, félagslegrar þátttöku og dregur úr vanlíðan gegnum þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum og markmiðasetningu.

  • Heimilisathugun og í nærumhverfi heimilis til að tryggja öryggi og auka sjálfsbjargargetu.

  • Vinnustaðaathugun og -úttekt, mat á umhverfisþáttum á vinnustað (starfsumhverfi), fræðsla og ráðgjöf.

  • Skólaathugun til að stuðla að meiri vellíðan og þátttöku barna í skólaumhverfinu.

  • Stuðningur við skipulag í daglegu lífi með tilliti til orkustjórnunar, getu og jafnvægis í daglegu lífi.

  • Ráðgjöf og aðstoð við val á hjálpartækjum og velferðartækni innan heimilisins, utan heimilisins og tengt bílamálum þegar færni við akstur er skert vegna hreyfihömlunar.

  • Ökumat og ráðgjöf í samstarfi við löggilta ökukennara t.d. eftir slys, í kjölfar minnkandi færni, fyrir þá sem eru komnir yfir sjötugt og þegar þörf er á akstursmati frá heilbrigðisstarfsmanni.

  • Mat á skynúrvinnslu barna, ungmenna og fullorðinna ásamt ráðgjöf og þjálfun. 

  • Ráðgjöf og þjálfun tengt skertri hreyfigetu og litlu úthaldi með áherslu á jafnvægi í daglegu iðju.

  • Mat á færni í höndum ásamt sérhæfðri handaþjálfun, fín-/grófhreyfingar og samhæfing.

  • Ráðgjöf og aðstoð við hönnun á aðgengislausnum og breytingar á umhverfi út frá aðgengi fyrir alla í samstarfi við ólíka aðila t.d. arkitekta og byggingaraðila.

  • Þjónusta og ráðgjöf tengt stoðkerfisvanda t.d. gigt og verkir þar sem boðið er upp á hita eða paraffin vax, djúpslökun, fræðslu og þjónustu til að einfalda hversdaginn og mikilvæga iðju.

  • Boðið er upp á fjarheilbrigðisþjónustu gegnum Kara Connect með samþykki Embætti landlæknis.

  • Ráðgjöf tengt þróun á þjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök.

  • Fræðsla, fyrirlestrar og kennsla tengt t.d. markmiðasetningu, tímastjórnun, tengslamyndun, sjálfsmynd og öldrun.

bottom of page