Virðing, fagmennska og vellíðan

Heimastyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga til sjálfshjálpar.

 

Heimastyrkur býður upp á ráðgjöf, þjálfun og fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri, fyrirtæki, félagasamtök, sveitarfélög og stofnanir. Þar starfar Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi sem hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan félags-, heilbrigðis- og fyrirtækjaþjónstu sem og viðskipta. Ýmis þjónusta er í boði og má þar nefna meðal annars mat á færni og getu einstaklinga tengt iðju, hreyfingu, minni, líðan, aðstæður heima, í vinnu og skóla í tengslu við aðgengi og sjálfsbjargagetu, vinnuvernd, stuðning við daglegt líf og orkusparandi vinnuaðferðir, akstursfærni ásamt ráðgjöf varðandi velferðartækni, hjálpartæki og tæknilausnir og ráðgjöf tengt þróun á vöru eða þjónustu.

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandínavíska).

 

Þjónusta á vegum Heimastyrks:

  • Heimilisathugun til að tryggja öryggi og auka sjálfsbjargargetu

  • Ráðgjöf og aðstoð við val á hjálpartækjum

  • Þjálfun fer fram inn á heimili skjólstæðings eða gegnum internetið

  • Fræðsla, kennsla og ráðgjöf tengt þróun á þjónustu fyrir fagfólk og einstaklinga

  • Og margt fleira Sjá nánar>>