top of page
Vöxtur logo.jpg
Vöxtur logo.jpg

Vöxtur og Vegferð
- My Growth Path


Heimastyrkur og Míró sameina krafta sína á námskeiðinu. 

​​

Tilgangur námskeiðsins er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar og kærleika í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum, félagsþátttöku og náms- eða atvinnuþátttöku. 

 

Námskeið ætlað einstaklingum 16 ára og eldri sem eru með greiningu eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði / námi, félagsþátttöku og samskiptum.

Námskeiðið fer fram á mánudögum í 2 klst í 6 vikur og hvert skipti er 4 kennslulotur með pásu. Það er uppbyggt með fræðslu, verkefnum, umræðum og gagnlegum æfingum.

· Vika 1 stýrifærni heilans og áhrif taugaþroskaröskunar

· Vika 2 félagsþátttaka, tengslamyndun og samskipti

· Vika 3 skynjun og skynfæri líkamans, áskoranir í skynúrvinnslu

· Vika 4 stýrifærni og skynjun sameinuð gagnvart masking og margbreytileika

· Vika 5 styrkleikar, áskoranir og máta sig vinnu, nám,                persónuleg markmið  

· Vika 6 draga saman áherslur námskeiðs og setja upp drög að næstu skrefum

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði um m.a. taugasálfræði-legan þroska, stýrifærni heilans, skynjun og áskoranir í skynúrvinnslu, iðju og mikilvægi hennar út frá iðjuþjálfunarfræðum, reynslunámi, valdeflingu og eigin áhrifamætti og fjölgreinda-kenningu Howard Gardner.​

​​

Námskeiðsgjald er 69.500 kr. Skráning hér

Nánari upplýsingar fást á heimastyrkur@heimastyrkur.is og í skilaboðum á facebook síðu Miró Markþjálfun

​​

Námskeiðið fer fram sem stað- og fjarnámskeið á mánudögum milli 13:00-15:00 Lífsgæðasetrinu St. Jó og á skjá.​

Næstu námskeið hefjast: 

12. ágúst 2024 kl. 13:00-15:00

23. september kl. 13:00-15:00

4. nóvember kl. 13:00-15:00

​Námskeiðshaldarar eru:

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi, ráðgjafi og faghandleiðari með MA í öldrunarfræðum eigandi Heimastyrkur.is   
Guðrún Jóhanna býr að áralangri reynslu af því að starfa m.a. við endurhæfingu, stuðning, þjálfun og ráðgjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna með adhd, á einhverfurófi og með áskoranir í skynúrvinnslu og aðstandendur þeirra. Þjónustan hefur farið fram innan skólaumhverfis, inn á heimilum, vinnustöðum og tengt dagþjónustu. Guðrún hefur tekið þátt í kennslu í framhaldsskólum, háskólum og símenntunarmiðstöðvum, haldið fyrirlestra, fræðslu og námskeið samhliða stjórnendahlutverki innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu frá 2008. Í dag rekur hún Heimastyrk með starfstofur í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Heilsuklasanum í Reykjavík, á vettvangi og gegnum fjarfundabúnað með leyfi Embætti landlæknis. Netfang heimastyrkur@heimastyrkur.is   
 
Sigrún Jónsdóttir, þroskaþjálfi, einhverfu - og ADHD markþjálfi, ráðgjafi og eigandi Miro.is 
Sigrún rekur í dag Miró Markþjálfun og ráðgjöf. Þar starfar hún þar sem þroskaþjálfi, ráðgjafi og markþjálfi auk þess að starfa og reka Svefn Yoga sem Yoga Nidra kennari. Hún hefur á 30 ára feril sem þroskaþjálfi unnið með börnum, unglingum og foreldrum í skólakerfinu, á heimilum og í dagþjónustu með ungmennum og fullorðnum sem eru með ADHD eða einhverfu. Hún hefur persónulega reynslu af áskorunum og tækifærum einstaklinga með ADHD og einhverfurófinu úr sínu nánasta umhverfi. 

Netfang miro@miro.is  

Námskeiðsgjald er 69.500 kr. Skráning >>> hér 

bottom of page