top of page

Skynúrvinnslumat
- skynfæri og skynjun

Skynúrvinnslumat hefur þann tilgang að kortleggja atferli og viðbrögð barna og fullorðinna við ýmsum daglegum skynáreitum og hvernig/hvort þau hafi áhrif á færni þeirra og hegðun í daglegri iðju. 

Þegar niðurstaðan sýnir frávik í skynúrvinnslu þá eru lagðar fram tillögur í skýrslu að úrræðum sem ætlað er að auka einbeitingu, úthald og færni við þátttöku við iðju og samskipti ásamt líðan barns / einstaklings og trú á eigin getu við iðju og í ólíkum aðstæðum.

Skynjun og skynúrvinnsluferlið

Heilinn og líkaminn tekur við upplýsingum úr umhverfinu, skynáreiti, gegnum skynfæri líkamans. Það er sjón, heyrn, lykt, bragð og snerting, jafnvægisskyn, hreyfi- og stöðuskyn og innra skynkerfi líkamans. Þá á sér stað mótun sem mögulega aðlagar styrk áreitis og áhrif þess á einstaklinginn. Heilinn flokkar skynáreitið út frá eiginleikum, mikilvægi og sérstöðu sem hann samþættir til að kalla fram viðeigandi viðbrögð og svörun gegnum hreyfingu og hegðun. 

En hvað ef hann nær ekki að taka við öllu skynáreitinu eða aðlaga styrk þess fyrir barnið / einstaklinginn og yfirsést einhver skynáreiti eða magnar upp skynáreiti sem á ekki við?

Jú þá erum við, börn og fullorðnir, líkleg til að bregðast ekki í samræmi við aðstæður eða þess sem umhverfið gerir ráð fyrir eða ætlast til af okkur. Þetta getur leitt til þess að barn / einstaklingur t.d. talar mjög hátt eða lágt í samanburði við aðra í sömu aðstæðum, hreyfir sig meir eða minna en aðrir, heldur fyrir eyrun eða setur upp hettu / húfu í miklum hávaða til að vernda sig, getur misst stjórn á skapinu í óvæntum eða krefjandi aðstæðum, getur átt erfitt með að kynnast nýju fólki, eignast vini eða viðhalda vinskap, getur átt erfitt með að takast á við breytingar yfir daginn heima, í skóla eða vinnu og líður best í fastri rútínu og venjum með fyrirsjáanleika svo eitthvað sé nefnt.

Skynþröskuldur líkamans segir til um hversu mikið magn af skynáreiti hann getur tekið við án þess að þau hafi truflandi áhrif á færni við iðju eins og í námi, leik, vinnu eða daglegum athöfnum. Þröskuldurinn stýrir magni skynáreita sem þarf til að fá fram viðbrögð frá taugakerfi. Hár þröskuldur krefst mikilla áreita til að fá viðbrögð og lár þröskuldur lítilla áreita til að framkalla viðbrögð í hegðun og hreyfingu.

Frávik í skynúrvinnslu hafa fengið heitið skynúrvinnsluvandi innan læknisfræða og vísinda. Margir álíka að heitið skynúrvinnsluvandi gefi til kynna að þau séu með vanda en það hugtak hefur þann tilgang að útskýra þau frávik sem eiga sér stað í skynúrvinnslu barns / einstaklings sem er hluti af taugaþroskaröskun heilans og getur útskýrt af hverju barn eða fullorðinn á mjög erfitt með að vera í ákveðnum aðstæðum þar sem er mikið hljóðáreiti, mikil lykt, mjög bjart eða dimmt og sérþarfir gagnvart mat, fatnaði eða að horfa á sömu bíómyndirnar aftur og aftur sem dæmi.

Hægt er að óska eftir mati á skynúrvinnslu fyrir börn og fullorðna hjá Heimastyrk sem Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og faghandleiðari hefur umsjón með. Fyrirspurnir sendast á heimastyrkur@heimastyrkur.is eða hér á heimasíðunni undir "Hafa samband".

- Sensory profile 2 (SP2) er matslisti sem umönnunaraðilar barna á aldrinum 3 - 14:11 ára svara í samstarfi við Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa.

- School Companion Sensory Profile 2 er oft fyllt út ásamt SP2 til að skoða áhrif skólaumhverfis á barnið og þá eru það kennarar barnanna á aldrinum 3ja til 14:11 ára sem svara matslistanum.

- Sensory profile (SP) er sjálfsmatslisti fyrir unglinga (11+) og fullorðna sem þeir svara í samstarfi við Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa.

​Nánari upplýsingar veitir Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi og faghandleiðari á netfanginu heimastyrkur@heimastyrkur.is 

bottom of page