
Vöxtur og Vegferð
- My Growth Path
Heimastyrkur og Míró sameina krafta sína á námskeiðinu.
Tilgangur námskeiðsins er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar og kærleika í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum, félagsþátttöku og náms- eða atvinnuþátttöku.
Námskeið ætlað einstaklingum 16 ára og eldri sem eru með greiningu eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði / námi, félagsþátttöku og samskiptum.
Námskeiðið fer fram á mánudögum í 2 klst í 6 vikur og hvert skipti er 4 kennslulotur með pásu. Það er uppbyggt með fræðslu, verkefnum, umræðum og gagnlegum æfingum.
· Vika 1 stýrifærni heilans og áhrif taugaþroskaröskunar
· Vika 2 félagsþátttaka, tengslamyndun og samskipti
· Vika 3 skynjun og skynfæri líkamans, áskoranir í skynúrvinnslu
· Vika 4 stýrifærni og skynjun sameinuð gagnvart masking og margbreytileika
· Vika 5 styrkleikar, áskoranir og máta sig vinnu, nám, persónuleg markmið
· Vika 6 draga saman áherslur námskeiðs og setja upp drög að næstu skrefum
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði um m.a. taugasálfræði-legan þroska, stýrifærni heilans, skynjun og áskoranir í skynúrvinnslu, iðju og mikilvægi hennar út frá iðjuþjálfunarfræðum, reynslunámi, valdeflingu og eigin áhrifamætti og fjölgreinda-kenningu Howard Gardner.
Námskeiðsgjald er 69.500 kr. Skráning hér
Nánari upplýsingar fást á heimastyrkur@heimastyrkur.is og í skilaboðum á facebook síðu Miró Markþjálfun
Næsta námskeið hefst 4. september 2023
Námskeiðið fer fram sem stað- og fjarnámskeið á mánudögum milli 13:00-15:00 Lífsgæðasetrinu St. Jó og á skjá.
Námskeiðshaldarar eru:
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi, ráðgjafi og handleiðari með MA í öldrunarfræðum eigandi Heimastyrkur.is
Guðrún Jóhanna býr að áralangri reynslu af því að starfa m.a. við endurhæfingu, stuðning, þjálfun og ráðgjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna með adhd, á einhverfurófi og með áskoranir í skynúrvinnslu og aðstandendur þeirra. Þjónustan hefur farið fram innan skólaumhverfis, inn á heimilum, vinnustöðum og tengt dagþjónustu. Guðrún hefur tekið þátt í kennslu í framhaldsskólum, háskólum og símenntunarmiðstöðvum, haldið fyrirlestra, fræðslu og námskeið samhliða stjórnendahlutverki innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu frá 2008. Í dag rekur hún Heimastyrk með starfstofur í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Heilsuklasanum í Reykjavík, á vettvangi og gegnum fjarfundabúnað með leyfi Embætti landlæknis. Netfang heimastyrkur@heimastyrkur.is
Sigrún Jónsdóttir, þroskaþjálfi, einhverfu - og ADHD markþjálfi, ráðgjafi og eigandi Miro.is
Sigrún rekur í dag Miró Markþjálfun og ráðgjöf. Þar starfar hún þar sem þroskaþjálfi, ráðgjafi og markþjálfi auk þess að starfa og reka Svefn Yoga sem Yoga Nidra kennari. Hún hefur á 30 ára feril sem þroskaþjálfi unnið með börnum, unglingum og foreldrum í skólakerfinu, á heimilum og í dagþjónustu með ungmennum og fullorðnum sem eru með ADHD eða einhverfu. Hún hefur persónulega reynslu af áskorunum og tækifærum einstaklinga með ADHD og einhverfurófinu úr sínu nánasta umhverfi.
Netfang miro@miro.is
Námskeiðsgjald er 69.500 kr. Skráning >>> hér
All About Me
This is your About page. This space is a great opportunity to give a full background on who you are, what you do and what your site has to offer. Your users are genuinely interested in learning more about you, so don’t be afraid to share personal anecdotes to create a more friendly quality.
Every website has a story, and your visitors want to hear yours. This space is a great opportunity to provide any personal details you want to share with your followers. Include interesting anecdotes and facts to keep readers engaged.
Double click on the text box to start editing your content and make sure to add all the relevant details you want site visitors to know. If you’re a business, talk about how you started and share your professional journey. Explain your core values, your commitment to customers and how you stand out from the crowd. Add a photo, gallery or video for even more engagement.