top of page

Velferðartækni og hjálpartæki

Velferðartækni og hjálpartæki

 

Velferðartækni eru þau tæki og sú tækni sem hefur það markmið að bæta eða viðhalda getu einstaklings til að lifa athafnasömu lífi af sjálfsdáðum en það getur líka haft fyrirbyggjandi áhrif að nýta sér kosti velferðartækni. Val á viðeigandi tækjum og tækni getur verið flókið ferli enda margt í boði. Þá reynist mörgum vel að fá ráðgjöf og aðstoð iðjuþjálfa við val á slíkum búnaði þar sem þeir meta þarfir einstaklingsins í samráði við hann, koma með ábendingar um hvað gæti hentað vel fyrir þann aðila út frá hans lífsstíl, áhuga, þörfum og daglegri virkni. Auk þess sem þeir fylgja því eftir hvernig gengur að aðlagast nýju tæki og tækni í daglegu lífi. Sjá nánari upplýsingar um ýmis hjálpartæki og velferðartækni undir Fréttir og fróðleikur.

Iðjuþjálfar geta aðstoðað við að sækja um hjálpartæki hjá Sjúkratryggingum Íslands ef það á við sem og að veita ráðgjöf og aðstoð við að breyta eða aðlaga tækjabúnað sem er nú þegar í eigu einstaklings en hefur ekki komið að notum sem skyldi. 

bottom of page