Vöxtur og Vegferð
- My Growth Path


Iðjuþjálfun Heimastyrkur og Miró Markþjálfun sameina krafta sína með námskeiðinu

Vöxtur og Vegferð - My Growth Path

Tilgangur námskeiðs er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar og kærleika í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum og félagsþátttöku.

 

Námskeið ætlað fullorðnum einstaklingum sem eru með greiningu eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði, námi, félagsþátttöku og samskiptum.

Námskeiðið fer fram á mánudögum í 1,5 klst í 4 vikur og hvert skipti er 2 kennslulotur með pásu. Það er uppbyggt með fræðslu, verkefnum, umræðum og gagnlegum æfingum og fer fram í Lífsgæðasetrinu St. Jó milli 14:15-15:45 og sem fjarnámskeið á skjá.

Vika 1 leggur áherslu á stýrifærni heilans, kjarna persónunnar og að hver persóna sé einstök, skynjun og skynfæri líkamans.

Vika 2 leggur áherslu á félagsþroska og -þátttöku, samskipti og persónulegan vöxt.

Vika 3 leggur áherslu á greindarsvið, eigin áhrifamátt, persónulega styrkleika og sigra.

Vika 4 leggur áherslu á stefnumótun þátttakenda í lífsins vegferð.

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði um m.a. taugasálfræðilegan þroska, stýrifærni heilans, skynjun og skynúrvinnsluvanda, iðju og mikilvægi hennar út frá iðjuþjálfunarfræðum, reynslunámi, valdeflingu og eigin áhrifamætti og fjölgreindakenningu Howard Gardner.

Námskeiðsgjald er 39.000 kr. Skráning >>> hér 

Nánari upplýsingar fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is og í skilaboðum á facebook síðu Miró Markþjálfun

Næstu námskeið verða:

- Námskeið í Lífsgæðasetrinu St. Jó og fjarnámskeið þann 22.8, 29.8, 5.9 og 12.9 2022

- Námskeið í Lífsgæðasetrinu St. Jó og fjarnámskeið þann 10.10, 17.10, 24.10 og 31.10 2022

​Námskeiðshaldarar eru:

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi, MA í öldrunarfræðum og í handleiðslunámi er stofnandi Iðjuþjálfun Heimastyrkur, www.heimastyrkur.is   
Guðrún Jóhanna býr að áralangri reynslu af því að starfa m.a. við endurhæfingu, þjálfun og ráðgjöf fyrir börn, unglinga og fullorðna með adhd, einhverfu og skynúrvinnsluvanda og aðstandendur þeirra. Þjónustan hefur farið fram í í skólakerfinu, á heimilum, vinnustöðum og dagþjónustu. Frá 2008 hefur hún tekið þátt í kennslu í framhaldsskólum, háskólum og símenntunarmiðstöðvum, haldið fyrirlestra, fræðslu og námskeið samhliða stjórnendahlutverki innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Í dag rekur hún Iðjuþjálfun Heimastyrk samhliða kennslustörfum með starfstofu í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði og Heilsuklasanum í Reykjavík.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir gudrun@heimastyrkur.is   
 
Sigrún Jónsdóttir, þroskaþjálfi, einhverfu - og ADHD markþjálfi, ráðgjafi og stofnandi Miró markþjálfun, www.miro.is   
Sigrún rekur í dag Miró Markþjálfun og ráðgjöf. Þar starfar hún þar sem þroskaþjálfi, ráðgjafi og markþjálfi auk þess að starfa og reka Svefn Yoga sem Yoga Nidra kennari. Hún hefur á 30 ára feril sem þroskaþjálfi unnið með börnum, unglingum og foreldrum í skólakerfinu, á heimilum og í dagþjónustu með ungmennum og fullorðnum sem eru með ADHD eða einhverfu. Hún hefur persónulega reynslu af áskorunum og tækifærum einstaklinga með ADHD og einhverfurófinu úr sínu nánasta umhverfi.

Sigrún Jónsdóttir miro@miro.is  

Námskeiðsgjald er 39.000 kr. Skráning >>> hér 

Copy of Vöxtur og Vegferð (4).png