top of page
profil.jpg

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir

Guðrún býr að áralangri reynslu af þjálfun, ráðgjöf og þjónustu við einstaklinga á öllum aldri. Hún hefur starfað á ýmsum vettvangi og komið m.a. að þjónustu barna með sérþarfir og áskoranir tengt skynúrvinnslu sem og fullorðinna og aldraðra sem eru að kljást við t.d. iðjuvanda, skerta handafærni, áskoranir tengt félagsþátttöku vegna færniskerðingar, skertu aðgengi eða fötlunar.

Það er heilsueflandi að einstaklingar fái stuðning til að vera sjálfbjarga í iðju til að geta tekið þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það dýrmætt að sjá fólk vaxa og dafna gegnum iðju eins og eigin umsjá, nám, vinnu, hreyfingu, áhugamál, tengt heimili, fjölskyldu og vinum.

 

Undir umsagnir má sjá dæmi um reynslu notenda af þjónustu Heimastyrk, Sjá nánar >>>

Guðrún hefur lokið viðbótardiplómu á meistarastigi í handleiðslufræðum og tengt  öldrunarþjónustu, MA í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands og BS í iðjuþjálfunarfræðum við Ergoterapeutskolen í Kaupmannahöfn. Auk þess hefur hún sótt hagnýt námskeið tengt t.d. einhverfu, ADHD, heilabilun, skynjun og skynúrvinnslu, félagsfærni, höndum og handafærni, hugrænni atferlismeðferð, stjórnun og leiðtogafærni.

Hægt er að senda fyrirspurnir eða panta tíma í síma 8486509, á gudrun@heimastyrkur.is  eða með því að hafa samband hér gegnum heimasíðu Heimastyrks, Sjá nánar >>>

Athugið, það þarf ekki tilvísun frá lækni til að panta tíma í iðjuþjálfun. Hægt er að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum til að koma til móts við greiðslur fyrir m.a. þjónustu iðjuþjálfa.

Iðjuþjálfun - Heimastyrkur og þjónusta

Gildi Heimastyrks eru Virðing, Fagmennska og Vellíðan.

Heimastyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga til meiri vellíðan og sjálfstæðis gegnum iðju, þátttöku og jafnvægi í daglegu lífi.

Það er mikilvægt að leita sér aðstoðar þegar vandi hefur áhrif á daglegt líf og líðan. Oft má finna persónumiðaðar lausnir í umhverfinu, félagstengslum og innra með persónunni. Með góðum stuðningi, gagnlegum aðferðum og þjálfun byggða á sannreyndri þekkingu er hægt að leysa vandann eða draga úr áhrifum hans á iðjuna og færni við þátttöku.

Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu í iðju mannsins og þess samspils sem á sér stað milli persónu, iðju og umhverfis í ólíkum aðstæðum og verkefnum. Viðfangsefni hversdagsins geta virst sjálfsögð og einföld en eru fyrir marga erfið og jafnvel óyfirstíganleg. Markmið iðjuþjálfunar er að styðja einstaklinga til þátttöku í daglegri iðju út frá persónumiðaðri nálgun svo viðkomandi geti gert það sem hann þarf, langar eða óskar að geta gert. Færniskerðing sem hefur áhrif á þátttöku og virkni einstaklings í daglegu lífi óháð aldri skapar iðjuvanda. Fjölmargar ástæður og áskoranir geta legið þar að baki s.s. líkamlegir, andlegir eða félagslegir erfiðleikar sem hafa neikvæð áhrif á heilsu og líðan einstaklings.

Norrænu stéttarfélög iðjuþjálfa létu vinna skýrsluna Occupational Therapy and Health Economics – A short introduction to health economics evidence for occupational therapy in the field of mental health during working life and health of older people til að auka vitund um virði iðjuþjálfunar. Þar er fjallað um heilsuhagfræði með sérstaka áherslu á atvinnuþátttöku fólks með geðræna erfiðleika og hins vegar þjónustu sem snýr að heilsu aldraðra. Ávinningurinn af þjónustu iðjuþjálfa lýsir sér í formi minni færniskerðingar, meira sjálfstæði við daglega iðju og endurkomu til vinnu eftir andleg veikindi og hefur jákvæð efnahags- og samfélagsleg áhrif.

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandinavíska).

Viðtöl, greinar og ritgerðir

Greinaskrif í samstarfi við vefsíðuna Aldur er bara tala Sjá nánar >>>

Hugsað í lausnum, tækifæri leynast í breyttum aðstæðum Sjá nánar >>>

 

Sjálfbætandi og ómetanlegt starf Sjá nánar >>>

Heimastyrkur Sjá nánar >>>

Endurhæfing í heimahúsi Sjá nánar >>>

Góð áhrif af samvinnu á milli kynslóð Sjá nánar >>>

 

Fjölbreytileiki mikilvægur í tómstundastarfi fyrir aldraða Sjá nánar >>>

 

Tónlist gleður Alzheimersjúklinga Sjá nánar >>>

 

Þörf fyrir kynlíf fylgir manneskjunni alla ævi Sjá nánar >>>

 

Hvenær telst maður gamall? Sjá nánar >>>

 

NordMaG nemi hlýtur rannsóknarstyrk Sjá nánar >>>

 

Þegar heilsan brestur þá breytist margt. Upplifun aldraðra karlmanna af búsetu á öldrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Lokaverkefni í Msc í öldrunarfræðum Sjá nánar >>>

 

Information og beslutninger i evidensbaseret ergoterapeutisk praksis - set med patientens øjne. Lokaverkefni í Bs í iðjuþjálfunarfræðum sem fjallaði um upplifun sjúklinga af mikilvægi viðurkenndra og sannreyndra verklaga í endurhæfingarferli þeirra eftir heilablóðfall.

Hér má sjá fleiri greinaskrif, fréttir og fróðleik Sjá nánar >>>

Myndbönd og fyrirlestrar

Mannlegi þátturinn, viðtal við sérfræðing 2020 Sjá nánar >>>

 

Að vera skrefi á undan byltu, málþing um byltuvarnir LSH 2019 Sjá nánar >>>

Iðjuþjálfun, fræðsla og ráðgjöf, fræðslufundur Parkinsonsamtökin 2019 Sjá nánar >>>

Fleiri myndbönd frá Parkinsonsamtökunum Sjá nánar >>>

Reynsla og möguleikar í persónumiðaðri þjónustu, málþing www.oldrun.is 2018 Sjá nánar >>>

Stutt kynningarmyndband um mig, 2018 Sjá nánar >>>

Nám og störf félagsliða á Norðurlöndunum, fræðslufundur Félag íslenskra félagsliða 2018 Sjá nánar >>>

Iðjuþjálfun - Hvað gera iðjuþjálfar, fræðslufundur Alzheimersamtökin 2017 Sjá nánar >>>

bottom of page