profil.jpg

Hver er Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi?

Ég hef áralanga reynslu af þjálfun, ráðgjöf og þjónustu við einstaklinga á öllum aldri. Ég hef starfað á ýmsum vettvangi s.s. í heimaþjónustu hér á landi og erlendis og komið að þjónustu einstaklinga með fötlun og aldraða sem eru búsettir heima, í búsetuúrræðum og á stofnun. Ég er stundakennari á framhaldsskóla- og háskólastigi. Frá árinu 2008 hef ég tekið að mér ýmsa verktakavinna fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

 

Ég hef virkilega gaman af starfi mínu sem iðjuþjálfi og nýt þess að aðstoða einstaklinga við að vera og verða sjálfbjarga í mikilvægri iðju, að viðhalda eða endurhæfa fyrri getu, að ná settum markmiðum, að upplifa lífsgæði og vellíðan, að sinna mikilvægum athöfnum daglegs lífs og tómstundum sem og að styðja þá til þátttöku í samfélaginu út frá sínum forsendum. Undir Fréttir og fróðleikur hér á heimasíðunni má finna gagnlegar upplýsingar sem geta nýst mörgum.

Heimastyrkur er með starfsstöð í Heilsuklasanum Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík.

Hægt að panta tíma í síma 848-6509 eða á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Athugið, það þarf ekki tilvísun frá lækni til að panta tíma hjá Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa.

Hægt er að sækja um styrk hjá mörgum stéttarfélögum til að koma til móts við greiðslur fyrir m.a. þjónustu iðjuþjálfa.

Iðjuþjálfun - Heimastyrkur og þjónusta

Heimastyrkur hefur það markmið að styðja og styrkja einstaklinga til meiri vellíðan, trú á eigin getu og sjálfstæðis gegnum iðju, þátttöku og jafnvægi í daglegu lífi. Gildi Heimastyrks eru Virðing, Fagmennska og Vellíðan

Það er mikilvægt að leita sér aðstoðar þegar iðjuvandi hefur áhrif á daglegt líf okkar og líðan. Oft má finna persónumiðaðar lausnir í umhverfinu, félagstengslum og innra með persónunni. Með góðum stuðningi, gagnlegum aðferðum og þjálfun er hægt að leysa vandann eða draga úr áhrifum hans á iðjuna og færni við þátttöku.

 

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi hefur víðtæka þekkingu og reynslu innan félags-, heilbrigðis- og fyrirtækjaþjónustu sem og viðskipta. Hún er fyrst iðjuþjálfa á Íslandi til að sækja um staðfestingu frá Embætti landlæknis til að starfa sjálfstætt sem iðjuþjálfi árið 2017 auk þess sem embættið hefur veitt henni staðfestingu til viðbótar um að veita fjarheilbrigðisþjónustu frá byrjun árs 2020.

 

Þjónustan fer fram á starfsstöð Heimastyrks í Heilsuklasanum Bíldshöfða 9 í Reykjavík, inn á heimili notanda þjónustunnar eða í því umhverfi sem notendur óska eftir sem getur verið utandyra eða á skjá gegnum öruggan fjarfundabúnað Kara Connect. Hjá Heimastyrk er boðið upp á ráðgjöf, þjónustu, samtöl og fræðslu fyrir einstaklinga á öllum aldri sem hefur það markmið að auka þeirra vellíðan, sjálfbjargargetu og þátttöku í samfélaginu út frá þeirra forsendum með valdeflandi nálgun og virðingu. 

Ýmis þjónusta er í boði og má þar nefna meðal annars mat á færni og getu einstaklinga sem og þjónusta tengt hreyfigetu og skertri færni í höndum, minni og rökhugsun og skynúrvinnsluvanda s.s. þegar erfiðleikar með áreiti úr umhverfinu gegnum skynfærin. Unnið er gegnum hugmyndafræði iðjuþjálfunar til að stuðla að meiri vellíðan, draga úr neikvæðum áhrifum og umhverfisþáttum í hversdeginum. Þjónusta tengt skipulagi til að ráða betur við aðstæður heima, með fjölskyldu og vinum, í vinnu eða skóla. Guðrún Jóhanna hefur komið að ýmsum aðgengislausnum og breytingum innan- og utandyra til að auka aðgengi fyrir fólk með skerta hreyfigetu og þá sem notast við hjálpartæki eins og hjólastóla, göngugrindur og rafskutlur. Boðið er upp á ráðgjöf og lausnir tengt velferðartækni, hjálpartæki, vinnuvernd, stuðning við athafnir daglegs lífs og orkusparandi vinnuaðferðir til að upplifa jafnvægi í daglegu lífi. Einnig býður Heimastyrkur upp á ráðgjöf og þjónustu tengt þróun þjónustu fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana og félagasamtaka.

Tungumálakunnátta: íslenska, enska og danska (skandinavíska).

Viðtöl, ýmsar greinar og ritgerðir

Hugsað í lausnum, tækifæri leynast í breyttum aðstæðum Sjá nánar >>>

 

Sjálfbætandi og ómetanlegt starf Sjá nánar >>>

Góð áhrif af samvinnu á milli kynslóð Sjá nánar >>>

 

Fjölbreytileiki mikilvægur í tómstundastarfi fyrir aldraða Sjá nánar >>>

 

Tónlist gleður Alzheimersjúklinga Sjá nánar >>>

 

Þörf fyrir kynlíf fylgir manneskjunni alla ævi Sjá nánar >>>

 

Hvenær telst maður gamall? Sjá nánar >>>

 

NordMaG nemi hlýtur rannsóknarstyrk Sjá nánar >>>

 

Þegar heilsan brestur þá breytist margt. Upplifun aldraðra karlmanna af búsetu á öldrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Lokaverkefni í Msc í öldrunarfræðum Sjá nánar >>>

 

Information og beslutninger i evidensbaseret ergoterapeutisk praksis - set med patientens øjne. Lokaverkefni í Bs í iðjuþjálfunarfræðum sem fjallaði um upplifun sjúklinga af mikilvægi viðurkenndra og sannreyndra verklaga í endurhæfingarferli þeirra eftir heilablóðfall.

Hér má sjá fleiri skrif og fréttir Sjá nánar >>>

Myndbönd og fyrirlestrar

Að vera skrefi á undan byltu, málþing um byltuvarnir LSH 2019 Sjá nánar >>>

Iðjuþjálfun, fræðsla og ráðgjöf, fræðslufundur Parkinsonsamtökin 2019 Sjá nánar >>>

Fleiri myndbönd frá Parkinsonsamtökunum Sjá nánar >>>

Reynsla og möguleikar í persónumiðaðri þjónustu, málþing www.oldrun.is 2018 Sjá nánar >>>

Stutt kynningarmyndband um mig, 2018 Sjá nánar >>>

Nám og störf félagsliða á Norðurlöndunum, fræðslufundur Félag íslenskra félagsliða 2018 Sjá nánar >>>

Iðjuþjálfun - Hvað gera iðjuþjálfar, fræðslufundur Alzheimersamtökin 2017 Sjá nánar >>>