Hver er Guðrún Jóhanna?

Ég bý að margra ára starfsreynslu af ýmsum vettvangi innan velferðarþjónustu þjálfun og þjónustu við einstaklinga sem búa heima sem og á stofnun. Ég hef starfað á ýmsum vettvangi t.d. í heimaþjónustu hér á landi og erlendis, í þjónustu við einstaklinga með fötlun og aldraða sem eru búsettir heima eða á stofnun og tengt endurhæfingarþjónustu á stofnun og heimahúsum. Auk þessa sinni ég stundakennslu á framhaldsskóla- og háskólastigi. Frá árinu 2008 hef ég tekið að mér ýmsa verktakavinna fyrir sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. Árið 2017 hóf ég störf sem verkefnastjóri Endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg og hef veitt þjónustu Heimastyrks samhliða því starfi.

 

Ég hef virkilega gaman af starfi mínu sem iðjuþjálfi og nýt þess að aðstoða einstaklinga við að vera og verða sjálfbjarga á ný, að viðhalda eða endurhæfa fyrri getu í samstarfi við einstaklinginn og aðra fagaðila. Það er einstök upplifun að sjá aðra ná settum markmiðum, að upplifa lífsgæði og vellíðan og ná að sinna mikilvægum athöfnum daglegs lífs og tómstundum sem styðja við þátttöku í samfélaginu.

 

 

 

Hér má sjá brot af þeim viðtölum, greinum og ritgerðum sem ég hef verið hluti af í gegnum tíðina:

 

Hugsað í lausnum, tækifæri leynast í breyttum aðstæðum: Sjá nánar >>>

 

Sjálfbætandi og ómetanlegt starf: Sjá nánar >>>

Góð áhrif af samvinnu á milli kynslóð: Sjá nánar >>>

 

Fjölbreytileiki mikilvægur í tómstundastarfi fyrir aldraða: Sjá nánar >>>

 

Tónlist gleður Alzheimersjúklinga: Sjá nánar >>>

 

Þörf fyrir kynlíf fylgir manneskjunni alla ævi: Sjá nánar >>>

 

Hvenær telst maður gamall? Sjá nánar >>>

 

NordMaG nemi hlýtur rannsóknarstyrk: Sjá nánar >>>

 

Þegar heilsan brestur þá breytist margt. Upplifun aldraðra karlmanna af búsetu á öldrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Lokaverkefni í Msc í öldrunarfræðum: Sjá nánar >>>

 

Information og beslutninger i evidensbaseret ergoterapeutisk praksis - set med patientens øjne. Lokaverkefni í Bs í iðjuþjálfunarfræðum sem fjallaði um upplifun sjúklinga af mikilvægi viðurkenndra og sannreyndra verklaga í endurhæfingarferli þeirra eftir heilablóðfall.