Skynvitund - námskeið fyrir starfsfólk innan menntakerfisins (leik-, grunn- og framhaldsskóli)

Námskeið ætlað starfsfólki innan menntakerfisins til að fá betri skilning og bjargráð til að styðja börn sem eru með áskorun í skynúrvinnslu og líður t.d. ekki vel í skóla eða margmenni, eiga erfitt með svefn, matvönd, eru með skerta tilfinningastjórnun, lágt sjálfsmat, eiga erfitt með að vera í hóp og eiga fáa eða enga vini. Þau eru oft með aðrar greiningar en ekki alltaf, þá gæti verið um að ræða ADHD, einhverfurófið, mótþróaþrjóskuröskun, OCD, kvíða eða þunglyndi.
Á námskeiðinu er farið yfir skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar og áhrif hennar á líðan. Aukin þekking hjá starfsfólki á skynvitund stuðlar að meiri vellíðan meðal nemenda og starfsfólki og getur því reynst einnig gagnlegt fyrir starfsfólkið í að auka eigin skynvitund og vellíðan.
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði skynjunar og skynúrvinnslu (e. sensory Integration theory), tengslamyndunar (e. attachment theory), valdeflingar (e. empowerment), reynslunáms (e. Experiential learning) og sjálfseflingar og samkenndar (e. self-compassion). Farið er yfir fræðsluefni og æfingar til að ná betri skilning á viðbrögðum og líðan gagnvart ólíkri skynjun.
Fræðsla fyrir skólana um:
-
tengsl og tengslamyndun barna - hvernig óörugg geðtengsl ýta undir kvíða, óöryggi og vanlíðan og hvernig hægt er að vinna með það gegnum nærveru, hlýju, bros, samveru og að vera til staðar.
-
skynjun og skynúrvinnslu barna sem ýtir undir jákvæða líðan s.s. þátttöku og iðju ásamt neikvæðri líðan s.s. kvíða, óþægindi og vanlíðan.
Sýndar verða einfaldar leiðir til að auka færni barna við iðju og í félagslegum samskiptum.
Námskeiðið er eitt skipti, tekur 2,5 klst með 15 mínútna pásu.
Hámark 45-50 þátttakendur, fyrirkomulagið er fræðsla, verklegar æfingar og samantekt.
Styttri fræðsla, 1 klst - fræðsla og umræður
Leiðbeinendur eru:
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og handleiðari (Heimastyrkur.is)
Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur (Hloduloftid.is)
Nánari upplýsingar og skráningu má senda í tölvupóst á netföngin gudrun@heimastyrkur.is eða hloduloftið@gmail.com