top of page

Skynvitund - námskeið fyrir foreldra barna með áskoranir í skynúrvinnslu

Námskeið ætlað foreldrum barna sem líður t.d. ekki vel í skóla eða margmenni, eiga erfitt með svefn, matvönd, eru með skerta tilfinningastjórnun, lágt sjálfsmat, eiga erfitt með að vera í hóp og eiga fáa eða enga vini. Þau eru oft með aðrar greiningar en ekki alltaf, þá gæti verið um að ræða ADHD, einhverfurófið, mótþróaþrjóskuröskun, OCD, kvíða eða þunglyndi.

Á námskeiðinu er farið yfir skynfæri líkamans, hlutverk skynjunar og áhrif hennar á líðan. Tækifæri gefst til að prófa ýmis hjálpartæki og gagnlegar aðferðir til að auka vellíðan og færni í aðstæðum og samskiptum. Aukin skynvitund stuðlar að meiri vellíðan og námskeiðið getur einnig reynst gagnlegt fyrir foreldra í að auka eigin skynvitund og vellíðan.

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði skynjunar og skynúrvinnslu (e. sensory Integration theory), tengslamyndunar (e. attachment theory), valdeflingar (e. empowerment), reynslunáms (e. Experiential learning) og sjálfseflingar og samkenndar (e. self-compassion). Farið er yfir fræðsluefni og æfingar til að ná betri skilning á viðbrögðum og líðan gagnvart ólíkri skynjun. 

Námskeiðið fer fram í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Suðurgötu 41.

Næstu foreldra námskeið verða:

Þriðjudaginn 25. apríl milli kl. 15:00-17:00 fyrir foreldra barna á aldrinum 10-12 ára.

Þriðjudaginn 23. maí milli kl. 15:00-17:00 fyrir foreldra barna á aldrinum 6-9 ára.

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðbeinendur eru:
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og handleiðari (Heimastyrkur.is)
Þorkatla Elín Sigurðardóttir sálfræðingur (Hloduloftid.is)
 

Nánari upplýsingar og skráningu má senda í tölvupóst á netföngin gudrun@heimastyrkur.is eða hloduloftið@gmail.com 

Námskeiðsverð er 8.900 kr.

Smellið hér til að skrá þátttöku á námskeiðið.

profil.jpg
Screen Shot 2022-07-24 at 12.52.12.png
bottom of page