top of page

Listmeðferð 10 tímar

Fjóla Eðvarðsdóttir þroskaþjálfi og listmeðferðarfræðingur

 

Markmið listmeðferðar er ekki að gera listaverk eða "fallega mynd" heldur er sjálft sköpunarferlið undirstaðan og aðalatriðið í listmeðferð til að styrkja sjálfsvitund og vinna úr erfiðum tilfinningum og reynslu. Birtingarmynd myndmálsins (imagery) er mjög fjölbreytilegt og gefur tækifæri til að setja fram líðan og upplifanir sem erfitt getur verið að setja í orð. Úrvinnsla þess er persónuleg og er hlutverk listmeðferðarfræðings að styðja einstaklinginn í að finna út og skilja hvaða merkingu listsköpunin hefur fyrir hann. 

 

Í vinnuferlinu er ekkert rétt eða rangt og því engin þörf á að hafa þekkingu og reynslu í listsköpun til að sækja listmeðferð. Listmeðferð er meðferðarleið sem byggir á listsköpun og sálfræðikenningum s.s. tengslakenningum, þroskakenningum, samkenndarkenningum, hugrænni nálgun og núvitund sem taka mið af þeim sem sækir þjónustuna t.d. út frá þroska, aldri, getu og lífsreynslu. 

Listmeðferð 10 tímar

170.000krPrice
    bottom of page