top of page

Handaþrýstingstæki sem er þráðlaust virkar vel fyrir þá sem hættir til að fá bjúg í hendur og fingur sem valda verkjum. Hægt er að velja um þrjá ólíka styrkleika í þrýstingi og 3 tegundir af þrýstingsaðferðum. Auk þess er hægt að velja að hafa hita en ekki æskilegt að hann sé á lengur en ca 10-15 mínútur og því betra að hita upp hendur með öðrum aðferðum. Mögulegt er að hafa víbring fyrir þá sem það vilja. 

 

Athugið að snúran sem fylgir tækinu er aðeins með usb tengi og því þarf að kaupa sérstaklega kló í raftækjavöruverslun fyrir innstungu. Það tekur allt að 3 klukkustundir að hlaða tækið í fyrsta skipti, ljósið hættir að blikka þegar það er fullhlaðið og það er mikilvægt að batteríið í tækinu sé fullhlaðið fyrir fyrstu notkun til að auka endingu á rafhlöðunni. Það má ekki nota nota tækið á meðan það er í hleðslu.

Inn í tækinu eru margir litlir gúmmíhnappar sem hafa þann tilgang að styðja við vægt akupunktur nudd á hendur og fingur sem veldur að húðin verður "holótt" þar sem litlu gúmmíhnapparnir eru og hverfur hratt eftir notkun á tækinu.

Handaþrýstingstæki þráðlaust 1 stk

17.900krPrice
    bottom of page