top of page

Snákurinn er mjúkur hálskragi sem einfalt er að hringa utan um hálsinn eins og trefli til að ná fram tilætluðum stuðningi við höfuð og háls. Hann er frábær á ferðalagi fyrir þá sem vilja hvílast þegar setið er í flugvél, bíl eða lest. Hann er hannaður af Bjargeyju Ingólfsdóttur iðjuþjálfa og er hluti af vörulínunni BaraHealth.com

 

Hugarfarið á bak við hönnunina var að skapa heilsuvöru sem vekur jákvæða athygli fyrir notendur og reynist frábær lausn fyrir fólk sem á við krónísk vandamál í hálsi að stríða.

Snákurinn býður líka upp á allskonar möguleika til notkunar sem skart, þá er bara að þora að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.

 

*Athugið að verðin fyrir BaraHealth vörurnar eru ákveðin af framleiðanda en hægt er að hafa samband við Heimastyrk til að kanna möguleika á að skipta greiðslu í tvennt ef þörf er á. Hægt er að senda fyrirspurn á netfangið heimastyrkur@heimastyrkur.is 

BaraHealth hálskraginn Snákurinn

19.000krPrice
    bottom of page