Viðbótar starfsaðstaða í St. Jó í Hafnarfirði
Nú býður Iðjuþjálfun HeimaStyrkur einnig upp á starfsaðstöðu í St. Jó í Hafnarfirði ásamt aðstöðunni í Heilsuklasanum inn af Heilsugæslunni Höfða.

Við bjóðum ykkur velkomin á báða staðina en höldum að sjálfsögðu áfram að bjóða upp á og veita þjónustu heim fyrir þá sem það þurfa og á tölvuskjá gegnum KaraConnect fyrir þá sem búa út á landi eða erlendis eða eru að ferðast. Auk þess til fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana og félagasamtaka um allt land.

Nýja aðstaðan sem iðjuþjálfun HeimaStyrks hefur aðgang að í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði er einstaklega heillandi. Hingað bjóðum við alla velkomna í ráðgjöf, þjálfun og meðferð iðjuþjálfa þar sem tækifæri gefst að upplifa þá ljúfu orku sem umvefur sögu hússins.

#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðjuþjálfun #ráðgjöfogþjónusta #þjálfun #meðferð #hjálpartæki #velferðartækni #aðgengislausnir #húsnæðisbreytingar #mælingar #matáfærni #vellíðan #valdefling #persónumiðuðþjónusta #Heilsuklasinn #Reykjavík #StJó #Hafnarfjörður