top of page

Vellíðan, ró og fjölbreytt þjálfun leynist í fikt vörum (fidget)

Það reynist mörgum börnum og fullorðnum erfitt að þurfa að vera kyrr og bíða t.d. í bílnum, leikhúsi, bíósal, búðinni, skólanum eða vinnunni á fyrirlestrum. Margir sem hafa aldur og efni á nýta snjallsíma til að stytta sér stundir á meðan aðrir grípa í ýmis konar handverk eins og að handleika prjóna, pára á blað eða ráða krossgátur til að ráða betur við aðstæður og líða vel. Hægt er að fá alls konar hluti til að handleika í næstu bókabúð, leikfangabúð, Rúmfatalagernum, Tiger, stærri verslunum og að sjálfsögðu á netinu svo eitthvað sé nefnt.



Svo má ekki gleyma öllu því sem leynist heima, það þarf ekki alltaf að kaupa eitthvað. Má þar nefna t.d. lyklakippur, fjarstýringar, eldhúsáhöld og svo margt fleira sem hefur nýst mörgum vel gegnum árin, löngu áður en svona fidget eða fikt vörur voru markaðssettar sem söluvarningur.



Það kemur líka mörgum á óvart hvað það veitir þeim skemmtilega ánægju og grípur athygli þeirra að handleika smádót. Það leynist líka ávinningur af ýmsu tagi við það svo ég mæli með að þið prófið það sjálf næst þegar tækifæri gefst.



Þessar fígúrur eru í miklu uppáhaldi hjá syni mínum ásamt Rubik's cube, blöðrur, fidget spinner og lego sem hægt er að taka í sundur og setja saman endalaust. Þetta hjálpar honum að stytta sér stundir þegar hann þarf að sitja kyrr t.d. á tónleikum, í bíl eða flugi og fyrir vikið verður athöfnin og upplifunin miklu ánægjulegri fyrir alla.



Munið þið eftir því að einhver áhöld eða hlutir hafi verið í miklu uppáhaldi sem fiktvörur hjá ykkur sjálfum eða börnunum ykkar?



Comentarios


bottom of page