Velferðartækni til að einfalda hversdaginn
Updated: May 16, 2021
Það hefur marga kosti að búa á tækniöld sem tekur hröðum breytingum gegnum þróun og nýsköpun út frá þeirri sýn að einfalda verklag, auka hraða og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu, sérstaklega nú á tímum Covid. Það þarf ekki að horfa mjög mörg ár aftur í tímann þegar t.d. sjónvarpið hóf göngu sína hér á landi eða fyrstu farsímarnir voru teknir í notkun. Það er óhætt að segja að 19. öld var mikil tækniöld um allan heim. Þá birtust fyrstu bílarnir, þvottavélar, ísskápar, ljósaperur, postulínsklósett og tölvurnar svo eitthvað sé nefnt sem hefur haft mikil áhrif á lífsgæðin og nýtingu á tíma.
Hvað er velferðartækni?
Velferðartækni er hugtak sem er almennt notað fyrir þá tækni og tækjabúnað sem ýtir undir öryggi og velferð ásamt því að auka þátttöku, samskipti, sjálfsbjargargetu og frelsi einstaklinga til að sinna athöfnum og komast ferða sinna með því að einfalda iðju hversdagsins. Samkvæmt velferðarráðuneyti (2015) er velferðartækni skipt upp í fjögur meginsvið; það er öryggistækni sem skapar öryggi, tækni til að bæta fyrir missi og styðja við bætta líðan til að draga úr áhrifum minnisskerðingar eða skertrar hreyfigetu, tækni til félagslegra samskipta til að auka aðgengi að félagslegri þátttöku og tækni til þjálfunar og eigin umönnunar sem stuðlar að eftirliti og öryggi tengt heilsufari og athöfnum daglegs lífs.
Grein sem ég skrifaði fyrir heimasíðuna Aldur er bara tala og fjallar um hvernig hægt er að nýta velferðartæknina til að einfalda hversdaginn og athafnir dagslegs lífs þegar annríkið umvefur okkur eða styrkur okkar og færni er skert. Greinina má lesa í heild sinni hér, Aldur er bara tala.
