Vöxtur og Vegferð - einhverfa næsta stað- og fjarnámskeið hefst 22. ágúst 2022.

Updated: May 15

Námskeið ætlað fullorðnum einstaklingum sem eru með greiningu eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði, námi, félagsþátttöku og samskiptum.

Námskeiðið fer fram á mánudögum í 1,5 klst í 4 vikur og hvert skipti er 2 kennslulotur með pásu. Það er uppbyggt með fræðslu, verkefnum, umræðum og gagnlegum æfingum og fer fram í Lífsgæðasetrinu St. Jó milli 14:15-15:45 og sem fjarnámskeið á skjá.

Vika 1 leggur áherslu á stýrifærni heilans, kjarna persónunnar og að hver persóna sé einstök, skynjun og skynfæri líkamans.

Vika 2 leggur áherslu á félagsþroska og -þátttöku, samskipti og persónulegan vöxt.

Vika 3 leggur áherslu á greindarsvið, eigin áhrifamátt, persónulega styrkleika og sigra.

Vika 4 leggur áherslu á stefnumótun þátttakenda í lífsins vegferð.

Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði um m.a. taugasálfræðilegan þroska, stýrifærni heilans, skynjun og skynúrvinnsluvanda, iðju og mikilvægi hennar út frá iðjuþjálfunarfræðum, reynslunámi, valdeflingu og eigin áhrifamætti og fjölgreindakenningu Howard Gardner.

​​

Námskeiðsgjald er 39.000 kr. Skráning >>> hér

Nánari upplýsingar fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is og í skilaboðum á facebook síðu Miró Markþjálfun

​​

Næstu námskeið verða:

- Námskeið í Lífsgæðasetrinu St. Jó og fjarnámskeið þann 22.8, 29.8, 5.9 og 12.9 2022

- Námskeið í Lífsgæðasetrinu St. Jó og fjarnámskeið þann 10.10, 17.10, 24.10 og 31.10 2022


5 views0 comments