top of page

Vörur fyrir fólk með verki, gigt, parkinson eða stoðkerfisvanda

Í netverslun Heimastyrks er að finna fjölbreytt úrval af vörum fyrir fólk með verki, gigt, parkinson eða annan stoðkerfisvanda. Hér má sjá brot af því vöruúrvali sem er í boði.


Gigtarhanskar sem veita liðunum góðan stuðning, geta létt á verkjum í hreyfingum og stuðla að hita á höndum og úlnlið. Þeir hafa reynst gagnlegir fyrir þá sem hættir til að kólna eða stífna mikið á höndunum..



Þumal- og úlnliðsspelka sem passar á báðar hendur og kemur í einni stærð þar sem hægt er að stilla með frönskum rennilás hversu mikinn stuðning hún á að veita. Spelkan er með 2 spelkur sitthvoru megin við þumalinn sem dregur úr álagi á liðina frá únlið og upp að fingurgómi þumals. Hún hentar vel þeim sem eru m.a. með sinaskeiðabólgu, meiðsli, gigt, endurtekin óþægindi og verki í úlnlið og þumli eða lausa liði. Það er auðvelt að setja hana á hendina og hún helst á sínum stað, líka hjá þeim sem eru mikið að nota hendurnar við iðju yfir daginn.



Hnúaspelka sem er mjúk og þægileg að festa fyrir fólk með gigt sem veitir góðan stuðning við liðina í daglegri iðju. Festist með frönskum rennilás og auðvelt að þrífa. Athugið þær koma í 2 stærðum og aðeins minni stærðin til eins og er sem passar á hendi sem er hámark 25 cm í ummál.



Nuddhringur eða fikthringur sem getur aukið vellíðan í höndum og fingrum með því að að stuðla að aukinni blóðrás í lófa og fingrum. Nuddhringur getur reynst vel til að auka líkamsvitund og þegar börn og fullorðnir upplifa kvíða með því að dreifa athygli hugans. Nuddhringurinn hentar mjög vel fyrir þá sem eru með gigt, verki í fingrum, upplifa kvíða, eru að upplifa streitu og álag, fyrir þá sem þurfa að skrifa mikið eða vinna mikið á tölvur eins nemendur og skrifstofufólk. Það eru 4 tegundir í boði, tvær stærðir sem fást í tveimur litum - silfurlitaðir eða gylltir. 2 stærðir: Stærri ca 3cm ummál (innra rúmmál er ca 1,3cm) og ca 0,9cm þykkur Minni ca 2,5cm í ummál (innra rúmmál er ca 1,3cm) og ca 0,7cm þykkur.




Handa-, fingra- og lófanuddtæki fyrir hendur, fingur og lófa. Veitir mjúkan þrýsting sem hægt er að auka með því að klemma saman töngina fyrir nuddhjólin og á hinum enda tækisins en málmkúla sem er hægt er að nota til að nudda lófa að innanverðu og á milli fingranna. Þrír litir í boði.



Mjúkir griphólkar í ólíkri stærð en allir þrír hólkarnir eru 30cm langir úr mjúku frauðplasti sem auðvelt er að stilla lengd á með því að skera eða klippa. Griphólkarnir auka gripfærni á hlutum eins og áhöldum, verkfærum, pennum, blýantum, tannbursta, rakvélum, heklunálum og öðrum hlutum sem erfitt er að halda utan um vegna skertrar færni í höndum, verkja, gigtar eða fötlunar. Hægt að setja í uppþvottavél til að þrífa eða skola með vatni og sápu.



Lengdarstillanlegt skóhorn úr áli með mjúku handfangi. Hægt að lengja og stytta með 5 stillingum, verður minnst 37cm í lengd og lengst 93cm. Auðvelt að stilla með snúningi - punktar í beinni línu þá er hægt að lengja og stytta skóhornið. Til að læsa hverju bili fyrir sig þarf að snúa hlutanum þannig að punktarnir eru ekki lengur í beinni línu. Hægt að hengja upp t.d. á hurðarhún, snaga, fatahengi eða göngugrind og hentar vel fólki sem er með gigt eða stoðkerfisvanda og á erfitt með að beygja sig en líka alla aðra, börn og fullorðna.



Fjölnolösku-, dósa- og krukkuopnarinn veitir fólki með skert grip í fingrum að ná betra taki við að opna glerkrukkur þar sem ekki er þörf á fingra- og lófagripi heldur er hægt að nýta styrk úr framhandlegg með því að ýta lófanum fram á meðan krukkan stendur á sílíkon mottunni á borði eða hún notuð til að ná betra gripi utan um krukkuna (sjá myndir). Ofan á krukkuopnaranum er hak til losa loft úr krukkum og annað til að ná taki á lykkjunni ofan á niðursuðudósum. Flöskuopnarinn er með 5 eiginleika þar sem hann m.a. auðveldar grip á skrúfuðum flöskutöppum, losar loft úr krukkum og býður upp á tvenns konar aðferðir til að opna niðursuðudósir. Einnig fylgir léttur vínflöskuopnari með í pakkanum.


59 views0 comments

Kommentare


bottom of page