top of page

Umsögn frá kaupanda um kælisokkana sem fást í netverslun HeimastyrksÉg keypti kælisokka hjá Heimastyrk núna í haust. Ég hef lengi reynt að finna lausn á að kæla fæturna mína án þess að þurfa að fara í sund til að nota kalda pottinn. Þegar ég sá þessa sokka til sölu þá stökk ég á þá og þeir stóðust sko væntingar!!Ég hef notað kælipokana bæði beint úr frystinum en líka úr ísskápnum, ég fíla betur að nota þá úr frystinum, finnst hitt ekki nóg en það kælir samt. Ekki þarf að nota alla kælipokana í einu og vil ég benda á að ef fólk gerir það og notar þá frosna þá þarf að hafa í huga að fóturinn kælist mjög hratt!Sokkarnir eru vel teyjanlegir og þægilegir og að hafa möguleikann á að þrengja um rist og il gerir algjöran gæfumun! Ég hef líka þrengt um öklanna og það munar líka helling. Ég mæli 100% með þessum sokkum, þeir hafa alveg bjargað mér með verki og fótapirring – og skemmir ekki fyrir þegar ég fæ hitakófin. 

~ Ásta Kristín


Hægt er að sjá nánari upplýsingar um sokkana í netverslun Heimastyrks hér.

8 views0 comments

Comments


bottom of page