top of page

Tilgangsmikil iðja eflir heilsuna

Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu er heilbrigði einstaklings metið út frá líkamlegu, andlegu og félagslegu sjónarhorni og er það kjarninn í fræðum heilbrigðisstarfsfólks þegar verið er að meta heilsu fólks.

Í rannsókn á iðju eldri borgara kom fram mikilvægi þess að sú iðja sem mótar líf þeirra hafi tilgang fyrir þá, sé þýðingarmikil í daglegu lífi og í takt við þau hlutverk sem skipta þau máli í lífinu. Niðurstöðurnar sýndu mun á vali við iðju hjá kynjunum sem þarf að hafa í huga þegar verið er að móta þjónustu fyrir eldri borgara. Helstu niðurstöður verða kynntar hér í þessari grein.



Hlutverk og venjur

Lífsvenjur okkar mótast oft út frá þeim hlutverkum, venjum og iðju sem við tökumst á við yfir ævina. Þegar hlutverkum fækkar t.d. vegna þeirra tímamóta að verða eldri borgari og vera ekki lengur hluti af vinnuafli samfélagsins þá er mikilvægt að finna sér ný hlutverk sem teljast þýðingarmikil og veita lífinu og tilverunni tilgang. Við þurfum öll á því að halda að finna fyrir þeim drifkrafti innra með okkur á morgnana til að sjá tilgang í því að fara fram úr rúmi til að takast á við hversdaginn, líka á efri árum.

...

Iðja skapar tækifæri

Það má því gleðjast yfir því að breytingar á tilgangsmikilli iðju veitir tækifæri á að halda áfram að iðka það sem gefur lífinu gildi og gæði, draga úr hættu á hrumleika og efla um leið heilsuna og færnina. Það má því flokka það sem einstaklega góða fjárfestingu að nýta þjónustu iðjuþjálfa, fjárfesting sem ávaxtar sig með margvíslegum hætti.


Hægt er að lesa greinina í heild sinni inn á heimasíðunni Aldur er bara tala


#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðja #heilsa #heilsuefling #tilgangsmikiliðja


2 views0 comments
bottom of page