top of page

Sumarið er tíminn

Sumarið er tíminn þar sem við ættum að leggja mikla áherslu á heilsuna okkar. Að njóta útivistar og samveru í góðum félagsskap á meðan við öndum að okkur ferskum sumarblæ. Það er örugglega ekki af ástæðulausu að beljurnar skoppa af gleði um túnin þegar þær komast út á vorin.

Heilsan þarf hleðslu

Þetta á við um okkur öll en þó sérstaklega þá sem fara lítið út yfir vetrartímann vegna kulda og veðurfars eða vegna skertrar færni út frá veikindum og fötlun. Oft er þörf á stuðningi og mikilli hvatningu til að koma sér af stað þar sem líkaminn rýrnar ansi hratt ef hann reynir lítið á sig. Sama má segja um andlega heilsu og félagslega heilsu. Ef við hlúum ekki vel að ölum þessum þáttum þá gefur það auga leið að ekkert vex nema það sem við vökvum eins og blómin og hvað gerist þegar það gleymist endurtekið að vökva þau?


Hvati til iðju er mikilvægt hjálpartæki

Amma mín var ekki mikið fyrir að fara í göngutúra á sínum efri árum og sinnti almennt ekki mikilli hreyfingu með ákefð fyrir utan kraftmikla sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum í fjöldamörg ár. Mér tókst að fá hana í einstaka göngutúr gegnum árin en svo varð ég fyrir mikilli hugljómun í námi mínu í iðjuþjálfunarfræðum í Kaupmannahöfn þegar ég áttaði mig á hver hennar hvati var til að ganga. Það var að fara í verslunarmiðstöðvar því hún elskaði að skoða föt og skó og vá hvað hún gat gengið í þeim heimsóknum sem hún kom til mín í Danmörku sem voru ófáar. Hún gekk eins og herforingi milli verslana á milli þess sem vð settumst niður og fengum okkur kaffi og gott meðlæti og þá náðu fæturnir að hvílast og hún að safna upp orku.


Gæðin umfram magnið

Mögulega er einhver í kringum þig sem þú veist að hefði gott af því að fara út úr húsi, hreyfa sig og gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara á kaffihús, göngutúr, dorga, pútta á æfingasvæði golfvallar, fá sér ís í brauði, kíkja í sund eða styttri ferðalög. Ég hvet þig til að hafa samband við þann aðila... Hægt er að lesa greinina í heild sinni inn á heimasíðunni Aldur er bara tala.11 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page