top of page

Skynúrvinnsluvandi hjá einstaklingi á þrítugsaldri

Frá mars til maí árið 2020 var ég með ungan einstakling á þrítugsaldri í iðjuþjálfun heima hjá honum með það að markmiði að auka sjálfsbjargargetu hans í daglegri iðju svo hann geti með öruggum hætti verið meira einn heima án aðstoðar og mögulega verið í sjálfstæðri búsetu með stuðningi í framtíðinni. Við nýttum tímann til að vinna í og þjálfa ýmsa iðju. Fyrst og fremst út frá áhugasviði viðkomandi sem tengdust allar með einum eða öðrum hætti eigin umsjá og aðhlynningu, tómstundum, leik, húsverkum og matreiðslu. Framfarirnar á nokkrum vikum voru hreint út sagt ótrúlegar.

Viðkomandi er mjög næmur gagnvart ýmsum hljóðum og snertingu við áferð sem er t.d. blaut, kornótt og slepjuleg. Með ákveðinni leikni tókst að þjálfa upp góða færni í að brjóta egg í heimatilbúinn rjómaís, bleyta og vinda tusku, þurrka af borðum, meðhöndla og borða soðið spaghetti með tómatsósu og hræra rjóma með handþeytara þrátt fyrir læti sem fylgja þegar þeytararnir rekast í botn og hliðar skálarinnar. Það var því ekkert skrítið þegar ég fékk þessi skilaboð frá aðstandanda sem upplifði þessar breytingar sem kraftaverki líkast enda margar mjög jákvæðar, eflandi og skemmtilegar framfarir sem höfðu átt sér stað á mjög stuttum tíma

77 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page