Guðrún iðjuþjálfi fékk þessa dásamlegu vísu í gjöf frá henni Stínu skemmtilegu sem sækir hópþjálfunina Hugur og hendur sem Parkinsonsamtökin og Heimastyrkur bjóða upp á allan ársins hring í St. Jó í Hafnarfirði.
Hjartað brosir allan hringinn af einskæru þakklæti og gleði 🤍
Athugið vegna sumarleyfa hjá Parkinsonsamtökunum þá færist námskeiðið yfir á miðvikudaga kl. 11:00 í júlí og fer fram í Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði fyrir félagsfólk samtakanna og svo er yoga tími kl. 12:00 á 4. hæð. Í tímunum verður m.a. í boði steinamálun, boost gerð, þrautir, gátur, spjall og skemmtilegur félagsskapur. Mikilvægt að skrá þátttöku í Hugur og hendur hóptímana inn á heimasíðunni parkinson.is
Comentarios