top of page

Skólaumhverfi barna hefur áhrif á líðan þeirra og starfsmanna skólans

Ég hef komið inn í marga grunnskóla og oft velt því fyrir mér hverjir koma að því að hanna og byggja húsnæðin. Byggingarnar minna mig oft á verslunarmiðstöðvar með hátt til lofts, loftglugga, opið á milli hæða og hvergi efni á gólfi né veggjum sem gleipir hljóðin og dregur úr að þau endurkastist um alla bygginguna sem veldur óþarfa áreiti. Sjaldan eru rými á göngum skólans eða inn í skólastofum fyrir börnin til geta farið afsíðis til fá nauðsynlega hvíld frá hljóðum, birtu og öðru áreiti sem umvefur þau allan skóladaginn.

Hefur þú skoðað hvernig skólinn og skólastofurnar eru hannaðar í skólanum hjá þínu barni?

Ég er nokkuð viss um að flestir yrðu úrvinda að vera dag eftir dag í umhverfi sambærilegu og stórri verslunarmiðstöð. Hvað þá að geta einbeitt sér við iðjuna nám og verkefni umkringd öðrum með alls konar hreyfi- og hljóðþörf.


Hér þarf að skoða sérstaklega hvernig hægt er að hlúa að velferð og farsæld barna sem eru ofurnæm gagnvart áreiti í umhverfinu og eru að kljást við námsörðugleika. Iðjuþjálfar aðstoða m.a. börn við að meta áhrif skólaumhverfis á þátttöku þeirra og líðan, skynúrvinnslu þeirra ásamt fín- og grófhreyfingar við ýmsa iðju innan skólaumhverfisins.

コメント


bottom of page