Konur á rófinu - sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur með greiningu eða grun um að vera á einhverfurófi.
Fræðsla, verkefni og umræður fyrir konur á einhverfurófi tengt líðan, félagsþátttöku og áhrif hormóna. Námskeiðið byggir á valdeflandi nálgun og jafningjastuðningi.
Námskeiðið er mjög verkmiðað gegnum ólík verkefni og fræðslu í tímunum en einnig gefst þeim kostur á að eiga umræður utan námskeiðsins á meðan námskeiðið stendur yfir. Tekið er sérstaklega mið af þörfum og líðan kvenna á námskeiðinu og þátttakendur vinna verkefni sem hafa það markmið að auka sjálfsþekkingu og sjálfsskilning.
Innifalið er viðtal hjá iðjuþjálfa í lok námskeiðsins til að styðja þátttakendur í að móta sín næstu skref í lífinu t.d. tengt endurkomu í nám og/eða starf út frá þeirri þekkingu og reynslu sem þær taka með sér að námskeiðinu loknu. Þátttöku fylgir aðgengi að gagnlegum upplýsingum á innri vef Heimastyrks og verkfæri til að ná betri tökum á eigin líðan, orkustjórnun og markmiðasetningu t.d. tengt orkustjórnun, skipulagi og rútínu og mögulegri endurkomu í nám eða vinnu þar sem styrkleikar þeirra og hæfileikar fá að njóta sín. Þátttakendur fá tækifæri á að læra að taka tillit til og mæta þörfum sínum og áskorunum sem geta reynst hindrun til að ná að sinna daglegu lífi, ólíkum hlutverkum og upplifa jafnvægi í daglegri iðju, innan og utan heimilis.
Námskeiðssgjald er 49.900 kr. Skráning er hafin á námskeiðið, sjá nánar hér.
*Athugið að hægt er að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.
Námskeiðsumsjón hefur Guðrún Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi og með diplómu á meistarastigi í handleiðslufræðum sem hefur lokið ýmsum hagnýtum námskeiðum tengt t.d. skynjun og taugafræði, tengslamyndun, sjálfsmynd, samkennd í eigin garð, leiklist, tímastjórnun, HAM fyrir fagfólk, breytingastjórnun og verkefnastjórnun.
Comments