top of page

Sýndarveruleiki og endurhæfing

Updated: May 16, 2021

Sýndarveruleiki er einföld en árangursrík aðferð til að endurhæfa meðal annars færni í höndum. Iðjuþjálfar hafa lengi beitt speglaþjálfun fyrir fólk með skerta færni í höndum og sýndarveruleikinn hefur sambærileg áhrif. Tilgangur meðferðar er að skapa hreyfifærni með því að plata heilann með ákveðnum aðferðum þannig að það endurvinnist eða myndist nýjar boðleiðir fyrir taugaboð líkamans. Slík meðferð virkar einnig vel fyrir þá sem eru með draugaverki eftir að hafa misst útlim. Það er því afar ánægjulegt að sjá að Guðmundur Felix er að fá slíkt tækifæri. Það getur fylgt því mikil lukka að svara símtölum eins og í tilfelli Guðmundar skv greininni. Sjá nánar í grein á mbl, "Getur séð handleggina hreyfast í sýndarveruleika".
15 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page