top of page

Opið hús fyrir fagfólk í Lífsgæðasetrinu St. Jó

Þriðjudaginn 5. september var opið hús í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði fyrir fagfólk. Gaman var að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og kynna sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði í húsnæðinu. Guðrún Jóhanna Hallgríms iðjuþjálfi og faghandleiðari tók að sjálfsögðu þátt og var með kynningu á starfsemi Heimastyrks og netversluninni sem er að finna á vefsíðunni www.heimastyrkur.is

Það náðist lítið að taka af myndum þar sem mikið var um að vera og margir nýttu tækifærið að versla vörur úr netversluninni sem voru til sýnis og sölu inn á starfsstofu Heimastyrks. Það sem gerði daginn enn skemmtilegri var hjúkrunarfræðingur sem sagðist hafa hlustað á erindi frá Guðrúnu iðjuþjálfa í náminu sínu um hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsi, valdeflingar og iðjuþjálfun sem heillaði hana það mikið að hún valdi að fara að vinna í heimahjúkrun eftir útskrift til að geta bætt lífsgæði og færni til að draga úr þörf á búsetu á hjúkrunarheimili.

Gildi Heimastyrks eru; Vellíðan - Fagmennska - Virðing
2 views0 comments

Comments


bottom of page