top of page

Nærandi kennslustörf

Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi hjá Heimastyrk hefur sinnt stundakennslu síðustu tugi ára við m.a. Mímir, Borgarholtsskóla, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, auk þess að vera aðjúnkt þar í hlutastarfi um tíma samhliða öðrum störfum. Í byrjun maí kvaddi hún nemendur sem voru að ljúka félagsliðagátt í Mímir eftir að hafa kennt þeim reglulega síðustu 3 annir (1,5 ár). Þessir nemendur ætla að ljúka félagsliðanáminu við Borgarholtsskóla og hefja nám þar í haust. Hluti nemendanna tók þátt í kynningum á lokaverkefnum í gær og ákvað einn nemandinn að búa til dýrindis mat handa hópnum. Auk þess bauð skólinn upp á kökur, gos og kaffi og gaf nemendum og Guðrúnu iðjuþjálfa rósir. Það voru því ansi hamingjusamir og saddir nemendur sem valhoppuðu af gleði út í sólina og sumarið, stolt af þeim áfanga sem þau hafa lokið og spennt að halda áfram sinni námsvegferð í haust í nýjum skóla. Einn nemendanna sendi Guðrúnu fallegan tölvupóst í kjöfar kveðjustundar til að þakka fyrir sig, það þarf oft lítið til að gleðja (líka kennarana) <3





 
 
 

Comments


Beach Walkway

Heimastyrkur.is

heimastyrkur@heimastyrkur.is

8486509

Starfsstöðvar Heimastyrks

- Lífsgæðasetrið St. Jó, Hafnarfirði

- Heilsuklasinn, Reykjavík

- Vettvangur, vinnustaða- og skólaheimsóknir

- Fjarheilbrigðisþjónusta og -ráðgjöf á netinu

Skilmálar Heimastyrkur slf.

bottom of page