top of page

Námskeiðið Vellíðan og heilsa fyrir fólk með gigt, verki og stoðkerfisvanda

Updated: May 22

Námskeiðið Vellíðan og heilsa lauk síðasta þriðjudag en þar fer fram fræðsla og kennsla í verkjastillandi, orkusparandi og styrkjandi aðferðum sem styðja við iðju án verkja.


Fjallað er um líkamann í heild en sérstök áhersla lögð á hendur og handafærni þar sem mikið af iðju dagsins er gerð með höndunum sem og liðvernd. Fræðsla um verndandi aðferðir fyrir líkamann við að sinna almennri iðju hversdagsins heima fyrir og einnig tengt vinnu og tómstundum. Farið er yfir hvaða spelkur geta gagnast, hjálpartæki og líkamsbeiting til að draga úr verkjum, auka færni við iðju sem og vellíðan og heilsu og veittar leiðbeiningar um hreyfingu við hæfi og mikilvægi jafnvægis í daglegu lífi og iðju.


Næsta námskeið hefst 4. júlí 2023 og skráning hafin á það námskeið.


Umsagnir sem hafa borist frá þátttakendum





Nokkrar myndir frá síðasta námskeiði





21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page