top of page

Mikilvægt að styðja við handafærni gegnum iðjuþjálfun þar sem við sinnum meirihluta iðju dagsins gegnum hendur

Það leitaði einstaklingur í iðjuþjálfun hjá Heimastyrk fyrir nokkrum vikum út af skertri hreyfigetu, skynjun og styrk í hendi eftir slæmt höfuðhögg fyrir nokkrum árum. Viðkomandi hafði farið í endurhæfingu á Grensás eftir slysið og náði ákveðinni færni tilbaka en skynjun í hendinni hefur verið skert, styrkur og hreyfigeta. Eftir aðeins nokkrar vikur í iðjuþjálfun hjá Guðrúnu Hallgríms hefur snertiskyn í hendi aukist, hreyfigeta og handstyrkur við það eitt að notast við ýmis hjálpartæki (sjá mynd) og með því að sinna æfingum frá Guðrúnu Hallgríms iðjuþjálfa á eigin vegum með markvissum hætti. Það er virkilega ánægjulegt að fá að vera hluti af mikilvægum árangri einstaklinga sem hefur jákvæð áhrif á færni þeirra við iðju, lífsgæði og heilsu

Sjá vörur í netverslun Heimastyrks https://www.heimastyrkur.is/category/all-products 
6 views0 comments

Comments


bottom of page