Hugur og hendur eru hóptímar í iðjuþjálfun hjá @heimastyrkur á mánudögum fyrir fólk með parkinson þar sem við þjálfun ýmsa iðju og hreyfiferla gegnum fjölbreytta iðju, leik og æfingar. Það er eitthvað svo magnað við það að fá að spreyta sig við iðju í hóp af fólki sem veitir mikla hvatningu, stuðning og virðingu fyrir getu hvers og eins, sem getur verið misjöfn milli daga. Allir upplifa öryggi við það að koma og taka þátt, vitandi að þau fá aðstoð hjá hvoru öðru og hvatningu ef þarf á að halda. Mánudaginn 10. júní var veðrið svo gott að við skelltum okkur út í kubb fyrir hádegi og það er ekki laust við að það myndaðist almennilegt keppnisskap, strákar á móti stelpum. Strákarnir voru taktfastari í köstunum svo við færðum þá alltaf aðeins aftar með kastlínuna þegar þeir unnu og skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu :)
top of page
bottom of page
Comments