Iðjuþjálfun og útivist námskeið fyrir félagsfólk Parkinsonsamtakanna.
Mánudaginn 11. júlí kl. 13:00 hefst námskeiðið Iðjuþjálfun og útivist fyrir félagsfólk Parkinsonsamtakanna. Námskeiðið verður milli 13-14:30 mánudag til fimmtudags og er markmið námskeiðs að efla færni við athafnir daglegs lífs. Á námskeiðinu fer fram fjölbreytt iðja og iðjuþjálfun í eldhúsi, utandyra, gegnum tækni og tómstundaiðju sem er heilsueflandi. Námskeiðið fer fram í Takti sem er á 3. hæð í Lífsgæðasetrinu St. Jó. Skráning fer fram á heimasíðu Parkinsonsamtakanna, kostar ekkert að taka þátt. Sjá nánar hér.
