top of page

Iðja og verkir

Updated: May 16, 2021

Frábær lausn sem þið sjáið hér á myndinni. Um er að ræða einstakling með slit í baki og mikla verki sem valda því að það er m.a. mjög erfitt að ganga upp og niður stiga. Á heimilinu er töluvert um stiga en bara handrið öðru megin sem gerði það að verkum að hún varð að halda með báðum höndum við það handrið til að komast ferða sinna í stiganum. Sú líkamsstaða við göngu reynir meir á líkamann en að ganga bein í baki upp og niður stigann og ýtir þannig undir meiri verki og vanlíðan. Þar sem stiginn er ekki breiður þá var tilvalið að setja upp handrið á vegginn sem ég hvatti til að yrði gert. Á þessu heimili er mikil sköpunargáfa og á aðeins nokkrum dögum, áður en ég kom næst í vitjun þá var búið að festa þetta flotta, einfalda ódýra handrið á vegginn. Veggfestingarnar voru keyptar í byggingarvöruverslun og viðurinn er þykkt kústskaft sem smiður festi upp.


Ég er mjög heilluð af þessari lausnamiðuðu sköpun sem er strax farin að hafa jákvæð áhrif á líðan og göngugetu í stiga. Hjálpartæki þurfa ekki að vera flókin eða dýr og oft gerir lítil, einföld lausn mikið fyrir þann sem notar hjálpartækið.


Þegar ekki er hægt að hafa handrið báðum megin þá væri lausn að ganga með hækju eða staf þeim megin sem það vantar handrið til að styðja líkamann í athöfninni. Rétt líkamsstaða og -beiting við iðju er heilsueflandi og ýtir undir meiri færni í hversdeginum.



21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page