top of page

Iðja, heilsa og umhverfið eftir sextugt

Heilsan okkar er oft lykillinn í að geta tekið þátt í daglegri iðju, að við höfum styrk, úthald og áhuga til að hafa eitthvað fyrir stafni, hitta aðra og njóta lífsins. Það er mikilvægt að við áttum okkur á að heilsa er ekki einungis líkamleg heilsa heldur einnig andleg og félagsleg og því mikilvægt að við kunnum að huga vel að okkar heilsu. Margir hafa sett mjög mikla áherslu á að byggja upp sterkan líkama en gleymum því ekki að eftir höfðinu dansa limirnir og því jafn mikilvægt að huga að andlegri og vitrænni heilsu og það gerum við ýmist ein eða í samneyti við aðra sem skipta okkur máli, gleðja okkur eða deila svipuðum áhugamálum og við.


...Ég vil gefa þeim sem vilja að hugsa vel um heilsuna sína nokkur góð ráð óháð aldri því í þessum málum er aldur bara tala og því eiga þessi ráð vel við alla. Þú þarft ekki að iðka þau öll en gott að hafa þau í huga því tækifærin geta leynst víða.

  • Vertu óhrædd/ur við að prófa nýja iðju og hreyfðu þig daglega, mundu að margt smátt gerir eitt stórt. Drífðu þig á námskeið og lærðu eitthvað nýtt, lærum svo lengi sem við lifum.

  • Borðaðu að minnsta kosti eitthvað eitt hollt á hverjum degi og drekktu vel af vatni.

  • Hittu fólk sem gleður þig og langar að tala um það sem þig langar að tala um.

  • Passaðu vel upp á svefninn þinn svo þú fáir góða hvíld, best er að halda góðri rútínu í svefnvenjum með því að fara að sofa og vakna á svipuðum tíma.

  • Sinntu handavinnu af ýmsu tagi s.s. spilamennsku, púsli, krossgátum, sudoku, bakstri, eldamennsku, útsaum, rennismíði, prjónum, útskurði, myndlist, leirvinnu, glervinnu og svo mætti lengi telja... Sjá meira inn á heimasíðunni Aldur er bara tala

#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðjuþjálfun #heilsa #heilsuefling #iðja #umhverfið

21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page